25.09.2013 21:10
Mistækar, ótækar og sértækar aðferðir í hundatamningum.
Það var rennt dálítið blint í sjóinn Þegar ég ákvað að gera hundatamningar að hlutastarfi síðastliðinn vetur.
Forsenda Þess var, að ég var kominn með inniaðstöðu til tamninganna ef eitthvað væri að veðri, en slíkt getur aðeins komið fyrir í"veðursældinni " hér á Nesinu.

Þegar ég fékk harðskeyttan skæruliða í nemendahópinn útbjó ég Þennan hring hér. Það voru nú ekki settar kindur í hann nema tvisvar sinnum.
Mánaðarplanið í tamningunni var að komast með hundinn a.m.k. 25 sinnum í kindur og í rysjóttu tíðarfari hafði ég upplifað Það að stundum teygðist illilegu úr uppihaldi nemandans til að ná Þessu markmiði.
Stundum velti ég Því fyrir mér hvað væntingar verkkauparnir hafa til svona fjárfestingar og allsendis óvíst að Þeim finnist árangurinn góður, Þó ég sé kannski himinlifandi með hvernig til hafi tekist Þessa daga.
Og eðli málsins samkvæmt er árangurinn svo oftast í réttu hlutfalli við Það hvað býr í nemandanum .
Þó mér finnist kaupið ekki hátt veit ég að flestir aðrir eru kannski ekki sammála mér, enda er ég mjög ákveðinn Þegar kemur að " inntökuprófi " nemendanna. Ef mér líst ekki á Það sem ég sé, finnst vanta uppá áhugann eða sé fram á mikla vinnu með vafasömum árangri
tekst mér yfirleitt að sannfæra hundseigandann um að ekki sé tímabært að kaupa " dýra" vinnu á Þennan hund.
Skynsamlegra að bíða eftir að hann verði tilbúinn .
Því miður er of hátt hlutfall í B C ræktuninni sem verður aldrei " tilbúið " .
Planið í ársbyrjun var að dúlla við Þetta fram í miðjan apríl og loka svo sjoppunni fram á haustið.
Það gekk ekki.
Þá var málinu lent með Því ég myndi taka inn í 5 - 8 daga tamningu, hunda sem eigendurnir myndu síðan halda áfram með um sumarið.
Þeir yrðu teknir í " sértæka " meðferð.
Hún fólst í Því að farið yrði með nemendurna í kindur 3 -4 sinnum á dag.
Tíminn sem fer í hverja kennslustund í svona prógrammi er mismunandi, en Það er grundvallaratriði að hætta meðan Þetta er skemmtilegt.
Annað grundvallaratriði er trúlega að Þetta gengur ekki fyrir hunda sem Þarf að kenna hluti sem velræktuðu eintaki er í blóð borið.
En niðurstaðan hjá mér eftir sumarið er sú að árangurinn sé alveg með ólíkindum.
Mér fannst vikan stundum vera að skila árangri sem slagaði vel uppí mánaðarprógrammið í vetur.
Trúlega yrði nú hrun í eftirspurninni ef ætti að verðleggja vikuna með Það í huga
?
Já, nú er Það spurningin hvaða aðferðarfræði verður ofaná í vetur
?
Forsenda Þess var, að ég var kominn með inniaðstöðu til tamninganna ef eitthvað væri að veðri, en slíkt getur aðeins komið fyrir í"veðursældinni " hér á Nesinu.

Þegar ég fékk harðskeyttan skæruliða í nemendahópinn útbjó ég Þennan hring hér. Það voru nú ekki settar kindur í hann nema tvisvar sinnum.
Mánaðarplanið í tamningunni var að komast með hundinn a.m.k. 25 sinnum í kindur og í rysjóttu tíðarfari hafði ég upplifað Það að stundum teygðist illilegu úr uppihaldi nemandans til að ná Þessu markmiði.
Stundum velti ég Því fyrir mér hvað væntingar verkkauparnir hafa til svona fjárfestingar og allsendis óvíst að Þeim finnist árangurinn góður, Þó ég sé kannski himinlifandi með hvernig til hafi tekist Þessa daga.
Og eðli málsins samkvæmt er árangurinn svo oftast í réttu hlutfalli við Það hvað býr í nemandanum .
Þó mér finnist kaupið ekki hátt veit ég að flestir aðrir eru kannski ekki sammála mér, enda er ég mjög ákveðinn Þegar kemur að " inntökuprófi " nemendanna. Ef mér líst ekki á Það sem ég sé, finnst vanta uppá áhugann eða sé fram á mikla vinnu með vafasömum árangri
tekst mér yfirleitt að sannfæra hundseigandann um að ekki sé tímabært að kaupa " dýra" vinnu á Þennan hund.
Skynsamlegra að bíða eftir að hann verði tilbúinn .
Því miður er of hátt hlutfall í B C ræktuninni sem verður aldrei " tilbúið " .
Planið í ársbyrjun var að dúlla við Þetta fram í miðjan apríl og loka svo sjoppunni fram á haustið.
Það gekk ekki.
Þá var málinu lent með Því ég myndi taka inn í 5 - 8 daga tamningu, hunda sem eigendurnir myndu síðan halda áfram með um sumarið.
Þeir yrðu teknir í " sértæka " meðferð.
Hún fólst í Því að farið yrði með nemendurna í kindur 3 -4 sinnum á dag.
Tíminn sem fer í hverja kennslustund í svona prógrammi er mismunandi, en Það er grundvallaratriði að hætta meðan Þetta er skemmtilegt.
Annað grundvallaratriði er trúlega að Þetta gengur ekki fyrir hunda sem Þarf að kenna hluti sem velræktuðu eintaki er í blóð borið.
En niðurstaðan hjá mér eftir sumarið er sú að árangurinn sé alveg með ólíkindum.
Mér fannst vikan stundum vera að skila árangri sem slagaði vel uppí mánaðarprógrammið í vetur.
Trúlega yrði nú hrun í eftirspurninni ef ætti að verðleggja vikuna með Það í huga
Já, nú er Það spurningin hvaða aðferðarfræði verður ofaná í vetur

Skrifað af svanur