20.09.2013 21:43

Réttar græjur, innrásarlið og tímatökur.

 Það skiptir engu hvort verið er að byggja hús, bauka í viðhaldi Þess eða gera við véladótið. Allt gengur betur ef réttu verkfærin eru við hendina.

 Ég fór og tók til í skógræktinni hjá nágrannanum í morgunsárið.



 Það tók mig 2 mínútur að raða upp Þessum léttu og meðfærilegu grindum frá Jötunn Vélum.



 Það tók Korku og Smala örfáar mínútur að ná kindunum saman og sýna Þeim hverjir væru búnir að taka yfir stjórnina.



 Svo var bara rölt á undan hópnum niður að kerrunni til að loka henni Þegar búið væri að lesta hana með innrásarliðinu.



 Já, Það tók síðan um 6 mínútur að koma Þessum 13 kindum í kerruna og ganga frá grindunum.


 Ætli Það hafi bara ekki farið mesti tíminn í tímatökurnar.  ;)
Flettingar í dag: 1504
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806637
Samtals gestir: 65282
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:52:20
clockhere