17.06.2013 19:59

" Sleppitúrinn 2013 " .

 Hrossin voru komin í aðhald og réttina við beitarhólfið á Staðarhrauni.

Þetta var Þriðji dagurinn og mesti gassagangurinn farinn af hrossum og mönnum.

 Það var tékkað á hvort allar skeifur væru á sínum stað, framfætur stroknir til að fullvissa sig um að allt væri í sómanum fyrir átök dagsins og svo var farið að beisla Þá sem áttu fyrsta legginn.



Það var óvanalega mikið um skeifnavanhöld í ferðinni og Nonni fékk að spreyta sig á a.m.k. 4 hófum áður en lauk Þennan morguninn.

 Hrossunum hafði verið safnað saman efst í Skorradalnum  að Fitjum , í upphafi ferðar.  
Þau komu víða að, allt vestan af Snæfellsnesi og austan undan Eyjafjöllum.



 Hér  er verið að lenda á næturstað að Heggstöðum í lok fyrsta ferðadags en svona veður var alla ferðina enda búið að semja um Það með löngum fyrirvara.



 Það var samt gola alla dagana sem gerði ferðina bærilegri . Hér erum við komin undir Múlana vestan Grímstaða og farið að styttast í næturstað annan daginn. Það var margt um menn og hross á Grímstöðum, 3 hópar sem hittust Þar en umferðin á fjölförnustu reiðleiðunum er orðin svo mikil að menn eru ýmist með hóp á undan sér eða móti.

 Ekki sérlega spennandi fyrir hópa að mætast, með fleiri tuga hrossa í rekstri.



 Alltaf dálítil upplifun að fara einstigin gegnum hraunin að Grjótá og Hítará en Það sést enn glögglega hvernig gatan hefur verið rudd á sínum tíma Þar sem Þess Þurfti.
  Göturnar er víða grýttar og leiðinlegar yfirferðar og mætti lagfæra þær umtalsvert með því að tína úr þeim lausa hnullunga.

 Yrði örugglega skemmtilegur dagur fyrir unglingana í bæjarvinnunni hjá Borgarbyggð ef Þau fengju að spreyta sig á Því.

  Djöfull er Þetta nú ömurlega leiðinlegt sagði einn félaginn við mig Þegar við riðum norður hlíðina í Kolbeinstaðarfjalli að Mýrdal.. 

 Sólin skein og hæfilegur andvari í fangið til að halda hrossunum ferskum.
Útsýnið vestur yfir Löngufjörur með allan Snæfellsnessfjallgarðinn allt til jökulsins.
Nær blöstu við búgarðar vina minna á Austurbakkanum. gaman að geta litið svona niður á Þá einu sinni.
 Og við vorum nýbúnir að losa okkur við stóðhóp sem var í rekstrarleiðinni með öllu fjörinu sem jafnan fylgir Því.

 Okkur gat náttúrulega ekki liðið betur.



 Aðalstopp dagsins var svo í Mýrdal Þar sem bóndinn tók okkur af mikilli alúð og sannri gleði yfir að sjá okkur.

Og ekki minnkaði kætin  Þegar hann kvaddi okkur.



 Þaðan var riðið að Syðri Rauðamel og til að komst hjá að fara gegnum túnið Þar sem gamla leiðin liggur, var tekinn krókur suður fyrir Það að vaðinu yfir Haffjarðará.



 Hér er síðan næstsíðasta stopp leiðarinnar á Ytri Rauðamel Þar sem er næstfallegasta bæjarstæði á Íslandi. Nú var kominn slaki í mannskapinn , við á góðum tíma fyrir lokaslúttið og sólin skein sem aldrei fyrr.



 Það var Því ákveðið að koma við hjá snillingunum á Hótel Eldborg og Þar beið okkar áningarhólf með öllu.

Já, hrossin voru alveg búin að blása mæðinni Þegar lagt var í síðustu 2 km. í Söðulsholt.

Flettingar í dag: 4913
Gestir í dag: 286
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 653011
Samtals gestir: 58162
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 23:32:17
clockhere