28.04.2013 21:30
Og Þar kom að villtustu draumarnir rættust!!
Fyrir margt löngu meðan ég var eins og útspýtt hundskinn að elta annarra manna vandræðarollur fram á harða vetur, átti ég mér draum sem endurfæddist á hverju hausti.
Þegar ég komst með vandræðagripina að kerrunni og ætlaði að reka Þær um borð, oftast einhversstaðar úti á víðavangi gekk á ýmsu.
Þá sá ég fyrir mér liprar grindur sem gott væri að hengja utaná kerruna og handhægt og fljótlegt að raða upp til að létta lúnum manni og hundum lífið.
Ég hafði marghannað grindurnar í huganum, svo oft að Þær hefðu ekki getað orðið betri,- hefði einhverntímann komist í verk að smíða Þær.
Á dögunum Þegar ég kíkti við hjá Jötunn Vélum á leið minni um suðurlandið rakst ég á grindur sem uppfylltu mína villtustu drauma í Þessum efnum.

Þessar gerðisgrindur eru ekki nema 11 kg stykkið. 1.20 á hæð og hægt að fá Þær í 1.5 - 2 m. lengd. Það fer ekki mikið fyrir Þessum á myndinni en væri bara nokkurra mínútna verk að koma upp 14 m. gerði með Þeim.

Þær eru húkkaðar saman á einkar handhægan hátt og stignar niður í jörðina sé einhver jarðvegur fyrir hendi.
Þær henta svo prýðilega í taðhús ef Þarf að skipta Þeim eitthvað eða útbúa ganga, og eftir að hvolparnir mínir komust ekki í gegnum Þær Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir held ég Því fram að Þær séu fullkomlega lambheldar.
Og nokkuð ljóst að Þær eru algjörlega ómissandi hjálpartæki við hundatamningar sumarsins.
Þegar ég komst með vandræðagripina að kerrunni og ætlaði að reka Þær um borð, oftast einhversstaðar úti á víðavangi gekk á ýmsu.
Þá sá ég fyrir mér liprar grindur sem gott væri að hengja utaná kerruna og handhægt og fljótlegt að raða upp til að létta lúnum manni og hundum lífið.
Ég hafði marghannað grindurnar í huganum, svo oft að Þær hefðu ekki getað orðið betri,- hefði einhverntímann komist í verk að smíða Þær.
Á dögunum Þegar ég kíkti við hjá Jötunn Vélum á leið minni um suðurlandið rakst ég á grindur sem uppfylltu mína villtustu drauma í Þessum efnum.

Þessar gerðisgrindur eru ekki nema 11 kg stykkið. 1.20 á hæð og hægt að fá Þær í 1.5 - 2 m. lengd. Það fer ekki mikið fyrir Þessum á myndinni en væri bara nokkurra mínútna verk að koma upp 14 m. gerði með Þeim.

Þær eru húkkaðar saman á einkar handhægan hátt og stignar niður í jörðina sé einhver jarðvegur fyrir hendi.
Þær henta svo prýðilega í taðhús ef Þarf að skipta Þeim eitthvað eða útbúa ganga, og eftir að hvolparnir mínir komust ekki í gegnum Þær Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir held ég Því fram að Þær séu fullkomlega lambheldar.
Og nokkuð ljóst að Þær eru algjörlega ómissandi hjálpartæki við hundatamningar sumarsins.
Skrifað af svanur