21.03.2013 19:39

Útskrift og tamningatækni.

Það er talsverður persónulegur áfangi að útskrifa 3 hunda úr tamningu sama daginn a.m.k. hjá undirrituðum..

 Þeir eru að vísu á mismunandi tamningastigum allt frá 1/2 mán. tamningu upp í 6 vikna.

 En kannski er Það bóndinn sjálfur sem hefur lært mest á Þessum tíma.

 

 Þessar hálfsystur undan Taff, sem var fluttur inn taminn, gáfu mér smáinnsýn í hvers má vænta af honum. Reynslan hefur Þó fyrir löngu kennt mér að hundurinn leggur ekki til nema hluta af genunum og endalaust lotterí hvernig ræktunardýrin passa saman.
 
 
  Spáin fyrir Hálfsysturnar er afar jákvæð hjá tamningameistaranum, enda á hann fjóra  nokkurra vikna hvolpa undan meistara Taff.

 Þessa vikuna hefur ekki viðrað til útivinnu svo " tamningahöllin" hefur verið notuð og Þó hundarnir sem lengra eru komnir eigi að glíma við erfiðari kindur úti, er fínt að komst í smá slípun innandyra.



 Smali fékk loksins fyrstu flaututímana sína, en Það er snilldin ein að dúlla við Þá kennslu í Þessari aðstöðu.

   Þó Þessi inniaðstaða sé ekki merkileg Þá er hún að auðvelda mér grunnvinnuna verulega og stytta hana að sama skapi.

 Já núna veit ég loksins, hvað ég hef verið að tala um árum saman, Þegar ég hef 
fullyrt að atvinnugreinin  hundatamningar, sé rétt handan við hornið.

  Hérna er svo slóð inná smá upptöku af aðstöðunni með annarri Taffdóttirin í síðasta tímanum, í hálfsmánaðar prógramminu. Smella HÉR

Og hér er svo hin systirin í sértækri meðferð, en hún er að útskrifast í bili eftir mánaðarvist.  Smella HÉR

Spurning hvort eigendurnir verða eins kátir með námið og ég.

Enda fá Þeir reikninginn.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere