02.03.2013 22:44

Árshátíð Laugargerðisskóla,söngleikurinn Grease og heilsufæðið..

  Árshátíð skólans var haldin með glæsibrag í dag þar sem nemendur settu upp söngleikinn Grease með miklum tilþrifum. Í framhaldinu sleppti maður sér svo í veislunni sem krakkarnir áttu veg og vanda af ,( hugsanlega með aðkomu mæðranna). Kannski ekki beinlínis heilsufæði en rosalega gott. 
 Þarna mættu um hundrað manns sem er líka rosalega gott.



 Svona leit þetta út í upphafi árshátíðar en allt var orðið alhvítt af snjó um það er lauk.


Inga Dóra Minni-Borg, Guðný Eiðhúsum, Jóna María Mýrdal, Helga Lágafelli, Selma Kaldárbakka og Vildís Hítarnesi, eða Bleiku gellurnar.



Töffararnir: Ragnar Jörfa, Hallbjörn Krossholti, Ársæll Y-Görðum, Þórður Laugargerði og Tumi Mýrdal.



Hafdís M-Borg, Inga Dóra, Guðný, Ragnar, Ársæll, Tumi, Vildís, Steinunn Miðhrauni, Hallbjörn, Þórður, Árbjartur Y-Görðum, Bjarki Hraunholtum, Ayush Miðhrauni. 



                                     Sandra og Danni Sækó ræða málin.

 



Guðný og Ragnar/Sandra og Danni syngja meðan hin tjútta.




 Danskennsla síðustu ára greinilega að skila sér.



Skvísurnar í 6 ára bekk, þær Ingibjörg Hofsstöðum og Kolbrún Katla Hrossholti,  sungu að sjálfsögðu með í "Allir í fjörið" 

Svo verður bara lifað á heilsufæðinu fram að næstu árshátíð.

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere