10.02.2013 09:22

Folaldasýningin í Söðulsholti.

  Folaldasýningin í Söðulsholti er orðin árviss atburður.

Þarna er vel að verki staðið af hálfu mótshaldara, alvörudómari sem byggingar og hæfileikadæmir folöldin.  Bygging og hæfileikar vega síðan 50/50 í dómi.
Sýnendur fá síðar í hendur stigagjöf folalda sinna.



 Hér eru félagarnir Auðun á Rauðkollstöðum  og Einar í Söðulsholti kampakátir með sýninguna sem vonlegt er.



 Það voru skráð til leiks tæplega 40 folöld og þau runnu viðstöðulítið gegnum prógrammið enda frábær aðstaða þarna fyrir svona uppákomu.


 Unglambið og ræktandinn hann Svenni í Hlíð trúlega með beina lýsingu á sýningunni.

 Reiðhöllinni er haldið í hæfilegu hitastigi og fer vel um áhorfendur, sérstaklega þá sem hafa vit á að koma með tjaldstólana með sér.

  
 Reiðbuxurnar hjá heimasætunni á Bergi vöktu mikla athygli hjá eldri húsfreyjunni í Dalsmynni sem á í uppvexti 3 upprenndandi ömmuhestastelpur.



 Það virðist vera orðið sífellt algengara að folöld séu látin ganga í rúllum úti folaldsveturinn, stundum með mæðrum sínum. Þessi fallegi hópur frá Hallkelsstaðarhlíð var þó kominn á dekurfæði  og kunnu sér ekki læti að komast á hallargólfið. Það virkaði þó ekki vel í hæfileikadómnum hvað þau fóru hratt yfir.

 
 Hér er Saga frá Dalsmynni ræktuð af yngri húsfreyjunni. Hún var ein af fimm sem komust í úrslit í hryssuflokknum. Það var athyglisvert  að af 5 sem komust í úrslit voru 4 skjóttar
en skjótt folöld settu mikinn svip á sýninguna.



 Guðný Linda Gísladóttir með verðlaunin fyrir Sögu, sem fékk afgerandi kosningu hjá áhorfendum sem glæsilegasta folald sýningarinnar.

 Allt um sýninguna á http://www.sodulsholt.is/  þegar mótshöldurum gefst tími til að koma úrslitum inn.
Flettingar í dag: 504
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705455
Samtals gestir: 60664
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 10:50:11
clockhere