23.01.2013 08:27
Blíðan , tamningadýrin og verkefnalisti á hvolfi.
Þessi janúarblíða setur ýmislegt úr skorðum í sveitinni.
Planið um að vera duglegur að klára sem mest af framkvæmda/tossalistanum í jan. og fara svo á fullt í tamningar er alveg að fara í vaskinn.
Hver getur verið að bauka við innidútl í svona veðri.

Smali frá Miðhrauni verður tveggja ára í mars og er nánast ótaminn.
Hann er úr sama goti og Korka mín og þó þau hafi fengið sitthvort uppeldið og búi að því í upphafi námsins er skemmtilegt að sjá hvað upplagið, þegar kemur í vinnuna er líkt.
Mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt að vinna með þau, þó að sjálfstæðið sé dálítið sterkt. Vinnulagið og yfirvegunin er þannig að í gamla daga hefði maður bara farið með þau í vinnuna og endað með algjörlega frábæra hunda.

Faðirinn Tinni frá Staðarhúsum var nákvæmlega svona, blessuð sé minning hans og meiriháttar að vera kominn með tvo afkomendur hans sem eru eins og snýttir útúr nös á honum.

Móðir þeirra Korku og Smala, Táta frá Brautartungu ( á Miðhrauni) hefur ekki verið tamin til vinnu enn, en eitthvað segir mér að það gæti komið eitthvað skemmtilegt út úr því.
Hún er undan Killebrie Jim í Brautartungu, innfluttum sem hvolpur og eitthvað segir mér líka að hann eigi kannski eftir að skilja eftir sig stærri spor í ræktuninni en margur hugði í upphafi.

Ofarlega til hægri á myndinni glittir í aðstoðarþjálfara no. 1 hana Dáð, sem fylgist með og vonar að allt fari í klessu hjá nýgræðingnum svo hún fái eitthvað að gera.
Korka og Smali hafa meðfædda mög góða vinnufjarlægð og bæði hafa þetta öryggi og útgeislun sem er að virka svo vel í vinnunni.
Og kjarkurinn og ákveðnin eru í góðu lagi.

Ég var að skoða gamlar myndir af Tinna og Korku í tamningu og vinnu og það skiptir engu máli hvort farið er í albúm af Tinna, Korku eða Smala. Þetta gæti allt verið kópíað hvort af öðru.
Þetta er fyrsta blogg vetrarins þar sem ég kynni hvað er undir í tamningunni.
Þó breiddin í lesendahópnum sé greinilega út um víðan völl, er ljóst á símtölum og póstum sem ég er að fá á ýmsum tímum sólarhringsins að hundaáhugafólk kemur oft í heimsókn hér.
Það er frábært ,og rétt að gera eitthvað fyrir það
Planið um að vera duglegur að klára sem mest af framkvæmda/tossalistanum í jan. og fara svo á fullt í tamningar er alveg að fara í vaskinn.
Hver getur verið að bauka við innidútl í svona veðri.

Smali frá Miðhrauni verður tveggja ára í mars og er nánast ótaminn.
Hann er úr sama goti og Korka mín og þó þau hafi fengið sitthvort uppeldið og búi að því í upphafi námsins er skemmtilegt að sjá hvað upplagið, þegar kemur í vinnuna er líkt.
Mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt að vinna með þau, þó að sjálfstæðið sé dálítið sterkt. Vinnulagið og yfirvegunin er þannig að í gamla daga hefði maður bara farið með þau í vinnuna og endað með algjörlega frábæra hunda.

Faðirinn Tinni frá Staðarhúsum var nákvæmlega svona, blessuð sé minning hans og meiriháttar að vera kominn með tvo afkomendur hans sem eru eins og snýttir útúr nös á honum.

Móðir þeirra Korku og Smala, Táta frá Brautartungu ( á Miðhrauni) hefur ekki verið tamin til vinnu enn, en eitthvað segir mér að það gæti komið eitthvað skemmtilegt út úr því.
Hún er undan Killebrie Jim í Brautartungu, innfluttum sem hvolpur og eitthvað segir mér líka að hann eigi kannski eftir að skilja eftir sig stærri spor í ræktuninni en margur hugði í upphafi.

Ofarlega til hægri á myndinni glittir í aðstoðarþjálfara no. 1 hana Dáð, sem fylgist með og vonar að allt fari í klessu hjá nýgræðingnum svo hún fái eitthvað að gera.
Korka og Smali hafa meðfædda mög góða vinnufjarlægð og bæði hafa þetta öryggi og útgeislun sem er að virka svo vel í vinnunni.
Og kjarkurinn og ákveðnin eru í góðu lagi.

Ég var að skoða gamlar myndir af Tinna og Korku í tamningu og vinnu og það skiptir engu máli hvort farið er í albúm af Tinna, Korku eða Smala. Þetta gæti allt verið kópíað hvort af öðru.
Þetta er fyrsta blogg vetrarins þar sem ég kynni hvað er undir í tamningunni.
Þó breiddin í lesendahópnum sé greinilega út um víðan völl, er ljóst á símtölum og póstum sem ég er að fá á ýmsum tímum sólarhringsins að hundaáhugafólk kemur oft í heimsókn hér.
Það er frábært ,og rétt að gera eitthvað fyrir það
Skrifað af svanur