18.01.2013 22:15

Endalausir áfangasigrar og botnlaus heilabrot.


 Hægt og sígandi er verið að vinna á því sem eftir af framkvæmdalistanum.

Það var að vísu farið rólega af stað eftir jóladæmið en núna er aðeins farið að gefa í því hundatamningarnar bíða handan við hornið.

 Við vorum með bráðabirgðarbrynningar bæði hjá geldneytunum og fénu og höfum verið í að leggja alvöru lagnir til þeirra.

 Eftir nokkra íhugun var farið í John Guest lagnaefnið og það verður að segjast eins og er að þetta lagnaefni er rosalega skemmtilegt og einfalt í lagningu.

 Og þó ekki sé hægt að tala um að eitthvað sé ódýrt í byggingarbransanum þá ætla ég ekki að kvarta yfir verðlaginu á þessu miðað við annað.



 Hér er farið inn í fjóslögn til að ná vatni fyrir geldneytin og síðan er það bara fittings í vasann, töng í hendi til að klippa niður rörin, svo er þessu raðað saman án annarra verkfæra.

 Ef þarf að fara í lögnina eða breyta henni seinna, er hægt að smella þessu öllu sundur með berum höndum.



 Það var farið í galvandæmið í lögnina þar sem kvígudótið nær að djöflast í þessu svo maður gat rifjað upp gamla kerfið.



 Stálvír strengdur milli stoða til að halda plastinu uppi.



 Það var svo splæst í gömlu góðu brynningarskálarnar hjá rollunum, þvi taðhúsin þola illa sulluganginn sem fylgir stútabrynningunni. Þegar gangar og gjafaplattar voru steyptir henti ég 25 mm. lögn í steypuna og það er skýringin á þessu svarta  röri.



 Atli átti alltaf eftir að klára rúlluklóna sem hann smíðaði í yfirstærð því við erum með 140 cm rúllur.

 Það var ágætt, því þegar búið var að vera með hana í höndunum ófrágengna í einhvern  tíma var hægt að hanna lokastigið á henni svo allir yrðu kátir.



 Hér er niðurstaðan og þar sem við höfum ekki kynnst öðrum útfærslum á því hvernig klónni ert haldið opinni, trúum við því að þetta sé toppurinn.

 Og eins og við höfum margrekið okkur á í þessari framkvæmd , erum við að verða alveg djöfull góðir í einhverju þegar það er búið og  þarf að fara að hugsa um eitthvað nýtt.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere