20.12.2012 21:28

Grunnskólaþjónustan og baklandið.

Fyrir margt löngu var ég í allskonar aukadjobbi með brauðstritinu.

 Mér eru m.a. minnistæð frá þessum tíma 3 símtöl sem ég átti við óskylda aðila sem áttu það sameiginlegt að vera búsettir á svoköllum jaðarsvæðum þess tíma. Eiga ung börn komin eða að verða komin á skólaaldur og sættu sig ekki við nýorðna eða fyrirsjáanlega breytingu á grunnskóla sveitarfélagsins. Í öllum tilvikunum  sættu þau sig fyrst og fremst ekki við fjarlægðina í skólann.

Og erindið var að spyrjast fyrir um jarðnæði sem ég vissi skil á og grunnskólaþjónustu svæðisins..

 Það kom nú ekkert útúr þessum fyrirspurnum  en öll þessi býli sem um ræddi eru löngu komin í eyði og nágrenni þeirra.

  Síðan hef ég verið vel meðvitaður um það að sé  grunnskólaþjónustan ekki viðunandi að mati foreldranna, vantar langöflugustu stoðina undir lífvænlegt samfélag.

 Eyja-og Miklaholtshreppur rekur sinn grunnskóla að  Laugargerði og selur Borgarbyggð þjónustu fyrir börn úr Kolbeinsstaðarhrepp.

  Þar eru í vetur 23 nemendur  auk 8 barna í leikskóla.

 Þetta er að sjálfsögðu nokkuð þung rekstrareining og eins og velþekkt er í svona strjálbýli er nemendaframboðið nokkuð sveiflukennt eftir meðalaldri íbúanna.

 Þá er mikilsvert að menn snúi bökum saman um það hvernig skólahaldinu sé best háttað fyrir svæðið í heild.

 Á líðandi ári hafa skólanum borist myndarlegar gjafir sem sýna stórhug og velvilja viðkomandi til skólans og skilning á mikilvægi hans.



 Hér er Eggert á Hofstöðum mættur í skólann fyrir hönd Múlavirkjunar og færði skólanum að gjöf borð og stóla fyrir 9 og 10 bekk ásamt ýmsu fyrir leikskóladeildina.

 Og á dögunum mætti Bryndís á Miðhrauni fyrir hönd þeirra Sigurðar bónda og Fiskverkunarinnar  á Miðhrauni og færði skólanum að gjöf 15 vandaðar spjaldtölvur.


 Bryndís að afhenda Kristínu Björk skólastjóra gjöfina. 

 Þess má til gamans geta að bæði Bryndís og Eggert sóttu sitt grunnskólanám í Laugargerði.



 Nú er verið að vinna í því að koma námsefni inná tölvurnar svo þessi nemendahópur sem er hér með gefandanum geti nýtt sér þær við námið.


 Í þessum skemmtilega hóp eru töluð 4 tungumál.

 Svo er það spurningin hver staðan í grunnskólaþjónustunni verður þegar þessi leikskólabörn eru komin á fullt í náminu.
 

 

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere