29.08.2012 21:33
Lokað á smíðarnar . Opnað á hundana.
Eftir smásteyputörn í dag verður tekið frí frá allri byggingarvinnu fram á mánudag.

Næstu fjórir dagar verða helgaðir hundunum mínum og reyndar annarra, því um helgina stöndum við Í Snæfellingsdeildinni fyrir Landskeppni Smalahunda að Kaldármelum.
Á morgun og föstudaginn verð ég ásamt fleirum á námskeiði hjá dómara keppninnar, James Mc Gee írskum snillingi og heimsmeistara frá því í fyrra.
Keppt verður á laugardag og sunnudag í A, B , og unghundaflokki og ræður samanlagður stigafjöldi keppenda í þessum tveim rennslum úrslitum.

Hér sést Vaskur sálugi einbeittur í keppnisslag.
Aldrei sér maður gamla málsháttinn " að hinir síðustu verði fyrstir og þeir fyrstu síðastir" rætast jafnoft og í fjárhundakeppnum þar sem ótrúlegustu uppákomur verða oft í brautinni enda eiga kindur, hundur og smali sína góðu og slæmu daga .

Hér leggur Dáð til atlögu við staðar ær í fyrra, en það má segja að hún hafi óþarflega oft átt slæma daga í keppnunum sínum,
Spennandi að sjá hvernig henni gengur um helgina.

Að öllum líkindum mun hún Korka Tinnadóttir fá að þreyta frumraunina í brautinni, en hvort henni tekst að verja íslandsmeistartitil föður síns í unghundaflokknum frá því í fyrra, er önnur saga.
Það lítur út fyrir ágætt veður allavega á sunnudag og lokarennslin geta orðið spennandi enda munu sjást í brautinni hundar/tíkur sem óhætt er að fullyrða að séu á heimsmælikvarða að gæðum.
Byrjað verður á unghundum kl 10 um morguninn báða dagana. síðan er B fl. og endað á öflugasta flokknum ( A ) eftir hádegi.
Boðið verður uppá ódýran hádegismat í toppaðstöðu á Snorrastöðum í hádeginu og síðan verður þar mikil grillveisla á laugardagskvöldið. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, þurfa bara að skrá sig í kvöldmatinn tímalega á laugardeginum.
Já, þetta verður bara skemmtilegt.

Næstu fjórir dagar verða helgaðir hundunum mínum og reyndar annarra, því um helgina stöndum við Í Snæfellingsdeildinni fyrir Landskeppni Smalahunda að Kaldármelum.
Á morgun og föstudaginn verð ég ásamt fleirum á námskeiði hjá dómara keppninnar, James Mc Gee írskum snillingi og heimsmeistara frá því í fyrra.
Keppt verður á laugardag og sunnudag í A, B , og unghundaflokki og ræður samanlagður stigafjöldi keppenda í þessum tveim rennslum úrslitum.

Hér sést Vaskur sálugi einbeittur í keppnisslag.
Aldrei sér maður gamla málsháttinn " að hinir síðustu verði fyrstir og þeir fyrstu síðastir" rætast jafnoft og í fjárhundakeppnum þar sem ótrúlegustu uppákomur verða oft í brautinni enda eiga kindur, hundur og smali sína góðu og slæmu daga .

Hér leggur Dáð til atlögu við staðar ær í fyrra, en það má segja að hún hafi óþarflega oft átt slæma daga í keppnunum sínum,
Spennandi að sjá hvernig henni gengur um helgina.

Að öllum líkindum mun hún Korka Tinnadóttir fá að þreyta frumraunina í brautinni, en hvort henni tekst að verja íslandsmeistartitil föður síns í unghundaflokknum frá því í fyrra, er önnur saga.
Það lítur út fyrir ágætt veður allavega á sunnudag og lokarennslin geta orðið spennandi enda munu sjást í brautinni hundar/tíkur sem óhætt er að fullyrða að séu á heimsmælikvarða að gæðum.
Byrjað verður á unghundum kl 10 um morguninn báða dagana. síðan er B fl. og endað á öflugasta flokknum ( A ) eftir hádegi.
Boðið verður uppá ódýran hádegismat í toppaðstöðu á Snorrastöðum í hádeginu og síðan verður þar mikil grillveisla á laugardagskvöldið. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, þurfa bara að skrá sig í kvöldmatinn tímalega á laugardeginum.
Já, þetta verður bara skemmtilegt.
Skrifað af svanur