20.08.2012 23:04

Tölvuspár, hrakspár, heyskapur og............

 Einhverra hluta vegna fer það alltaf dálítið í mínar fínustu að vera í heyskap í ágústmán.

 Dimmt á kvöldin, veðurfarið einhvernveginn ótryggara en náttfallið öruggara o.sv.frv.

En maður verður nú samt að láta sig hafa það.

 Þegar átti að ráðast á hána í síðustu viku var spáin frekar loðin og teygjanleg. 10 m. na. vindur í spá þýðir oftast 12 - 14 m. hér og því var legið yfir vindatölvuspánni sem sýnir þennan mismun  af mikilli nákvæmni eftir svæðum. En tölvuspáin er eins og allar aðrar spár ekki sú nákvæmasta þó oftast fari ég alfarið eftir henni...

 Vandamálið er .það að í 10 m. er von til þess að háin fjúki ekki út á hafsauga eins og í 12- 14 m.


 Þegar metrunum fór fækkandi var samt látið vaða í þeirri von  að nást myndi að plasta áður en hvessti seinnipart laugardags. En spáin fór öll í klessu og ekki var hægt að eiga við stærstan hluta heysins fyrr en seinnipart sunnudags og mánudagsmorgun.



 Aldrei þessu vant stóð eða réttara sagt lá háin .þetta af sér og skilaði sér vel í múgana enda múgavélin alveg tær snilld við að sleikja upp hvert strá án þess að koma við rótina.




 Hér er innri stjörnunni lyft til að fyrsti múginn verði ekki of stór.



 Og Viconinn skilaði sínu fyrir utan 2 tveggja tíma stopp vegna bilunar sem Atla Sveini
tókst að redda enda hafa hann og Viconinn marga fjöruna sopið eða þannig..



 Það var samt ekki lagt í að slá hjáleigurnar vegna óvissunnar. svo það er ein törn eftir enn áður en endapunkturinn er settur við heyskapinn.

Það liggur þó fyrir að hér stefnir í heyskaparmet þrátt fyrir þurrkana enda borið á öll tún aftur sem er óvanalegt.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere