13.08.2012 23:50
Lok lok og læs og allt úr stáli- og steypu.
Eftir að hafa lokið steypuvinnu í flatgryfju með allskonar dúlleríi, dælubrunni,loka göngudyrum og ganga frá gólfsamskeytum ofl. var sett stopp á þá framkvæmd í bili.
Svona lítur þetta út í augnablikinu en til að gjörnýta gólfplássið eru steyptar loftplötur fyrir fóðrun og fl. en undir þeim verða síðan hálmstíur fyrir smákálfa.

Hér muna koma 4 stíur. Yngstu kálfarnir munu taka sitt fóður hér næst en hinar stíurnar af pallinum fjær.
Næst er að koma skemmunni upp og loka henni en síðan mun yngri bóndinn snúa sér að því að smíða innréttingar í flatgryfjuna fyrrverandi, sem notuð verður í kvíguuppeldið.


Hér er búið að krossstaga milli sperra og stállangbönd komin á sinn stað.
Það er dálítið skrítið að vera með hús í byggingu sem ekki á að fyrirfinnast spýta í, fyrr en þá kemur að innréttingum en skemman sem hér er í burðarliðunum er öll úr stáli.
Sögin fær frí en slípirokkur, borvél og rafsuða eru málið.

Burðarvirkin sem voru flutt inn á síðustu metrunum fyrir hrun og hafa legið hjá innflytjandanum síðan, voru í upphafi ætluð fyrir íbúðarhús og þurfti að breyta endasperrum ( lengdar) og ýmsu öðru svo þessa dagana hefur mannskapurinn verið í allskonar föndri í misþurru tíðarfari.

Atli Sveinn að bæta inn festingu fyrir langband sem kemur í gluggahæð.

Og Diddi sem er trésmiður, lætur sig hafa það að föndra við blikkið með slípirokk og bora stálið eins og hann hafi aldrei gert annað.
Þetta rúmlega 200 ferm.hús er ætlað fyrir lausafjárstofn búsins sem hefur verið á hrakhólum á tveim stöðum við ákaflega erfiðar vinnulegar aðstæður, síðan fína fjárhúsinu var breytt í fjós 2004 . Þarna verða einnig stíur fyrir 4 hross.
Eftir að hafa stúderað fjárhús víðsvegar um landið síðustu árin mun reyna verulega á hægvirka heilastarfsemina þegar kemur að innra skipulagi fjárhússins.
En það verður pottþétt ekki erfitt að stússast í fénu lengur.
Svona lítur þetta út í augnablikinu en til að gjörnýta gólfplássið eru steyptar loftplötur fyrir fóðrun og fl. en undir þeim verða síðan hálmstíur fyrir smákálfa.

Hér muna koma 4 stíur. Yngstu kálfarnir munu taka sitt fóður hér næst en hinar stíurnar af pallinum fjær.
Næst er að koma skemmunni upp og loka henni en síðan mun yngri bóndinn snúa sér að því að smíða innréttingar í flatgryfjuna fyrrverandi, sem notuð verður í kvíguuppeldið.


Hér er búið að krossstaga milli sperra og stállangbönd komin á sinn stað.
Það er dálítið skrítið að vera með hús í byggingu sem ekki á að fyrirfinnast spýta í, fyrr en þá kemur að innréttingum en skemman sem hér er í burðarliðunum er öll úr stáli.
Sögin fær frí en slípirokkur, borvél og rafsuða eru málið.

Burðarvirkin sem voru flutt inn á síðustu metrunum fyrir hrun og hafa legið hjá innflytjandanum síðan, voru í upphafi ætluð fyrir íbúðarhús og þurfti að breyta endasperrum ( lengdar) og ýmsu öðru svo þessa dagana hefur mannskapurinn verið í allskonar föndri í misþurru tíðarfari.

Atli Sveinn að bæta inn festingu fyrir langband sem kemur í gluggahæð.

Og Diddi sem er trésmiður, lætur sig hafa það að föndra við blikkið með slípirokk og bora stálið eins og hann hafi aldrei gert annað.
Þetta rúmlega 200 ferm.hús er ætlað fyrir lausafjárstofn búsins sem hefur verið á hrakhólum á tveim stöðum við ákaflega erfiðar vinnulegar aðstæður, síðan fína fjárhúsinu var breytt í fjós 2004 . Þarna verða einnig stíur fyrir 4 hross.
Eftir að hafa stúderað fjárhús víðsvegar um landið síðustu árin mun reyna verulega á hægvirka heilastarfsemina þegar kemur að innra skipulagi fjárhússins.
En það verður pottþétt ekki erfitt að stússast í fénu lengur.
Skrifað af svanur