18.07.2012 20:05

Stefnir í methækkun á korni??

Það er útlit fyrir að rétt eins og með rigninguna herja langvinnir þurrkar á réttláta jafnt og rangláta.

 Þannig standa yfir  mestu þurrkar áratugum saman bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi með tilheyrandi uppskerubresti.


 Þessi íslenski byggakur kemur sér vel ef allt fer að óskum með uppskeruna.

 Nú þegar hefur kornverð í Danmörku hækkað um 30 % og fer hækkandi. Þetta mun þýða milljarða gróða hjá dönskum kornræktendum en að sama skapi munu svína og kjúklingabændur fá að svitna og síðan að lokum neytendur.

 Sem betur fer lítur nú víðast hvar mun betur út með byggrækt og akuryrkju  hér á skerinu en oft áður.

 Það er nokkuð ljóst að þetta mun einnig hafa veruleg áhrif á innflutt fóður hérlendis með sömu afleiðingum fyrir bændur og neytendur.

 Og Jótlandspósturinn lýgur ekki.

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere