13.07.2012 19:56
Í tómri steypu.
Það var tekið rækilega á því í vikunni og gamlir byggingataktar rifjaðir upp.
Burðarsökklarnir steyptir á .þriðjudag og fyrri veggjasteypan á fimmtudag.

Notuð eru flekamót sem duga ekki nema hálfan hringinn en létta þetta samt helling.
Þó munurinn á aðkeyptri steypu og heimalagaðri sé nú mun minni en í den var samt ákveðið að hræra heima ekki síst vegna þess að um margar smásteypur verður að ræða sem þýðir slæma nýtingu á steypubílnum sem aftur þýðir hærra verð á rúmmetri.

Steypustöð Dalsmynnis sf. svínvirkaði og með betra dóti tíðkast ekki lengur að bjóða sveitungunum í steypuvinnu heldur erum við 3 að ná því að hræra og koma í mót um 4 rúmmetrum/klst.

Og Gústi yfirsmiður fékk að svitna í logninu og sólinni í steypumóttökunni. Hann hafði samt bara gott af því.

Þetta er hinsvegar vinnustaður steypustjórans sem var nú alinn upp við það að handmoka í hálfpokavél búnaðarfélagsins fyrir margt löngu.
Ekki tókst þó að halda áætlun þessa vikuna svo nú er það spurningin hvað gerist þá næstu ?
En það er á svona viku sem heiti potturinn lengir lífið og gerir það mun auðveldara.
Skrifað af svanur