23.01.2012 23:53

Fagurt á fjöllum.- Oftast.

  Ég er löngu hættur að velta því fyrir mér hvers vegna tilveran breytist við það að ég kemst uppfyrir túngarðinn hjá mér.

Hún gerir það bara.

Það var tekin salíbuna í dag til að tappa aðeins af manni láglendishrollinum.



 Færið var alveg svakalega flott og hér er horft til suðurs út til faxaflóans og Löngufjöru.



 Hér sést ósinn á Haffjarðaránni og Kolviðarnesið til vinstri og Suðurey fremst til hægri. Toppurinn á Dalsmynnisfellinu næst á myndinni.



 Kolbeinsstaðar og Fagraskógarfjallið vöktu yfir vinum mínum á Austurbakkanum sem aldrei fyrr. Það sést ofan/aftan á Geldingaborgina fyrir miðri mynd.



 Undir þessum hvíta hjúp kúrir Svartafjall.


 Og ég svo hef súmmað fullmikið á Hestinn en það er makkinn og lendin á honum hinu megin við borgina á miðri myndinni.



 Fararskjótarnir bíða þolinmóðir gamlir og lífsreyndir.



 Og sólin braust í gegnum skýin öðru hvoru til að fullkomna þennan klukkutíma ofan túngarðs.
 
Flettingar í dag: 308
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 449
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 722954
Samtals gestir: 61218
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 05:04:38
clockhere