16.01.2012 21:11

Flott fjárhús. Haukatunga Syðri 2.

 Nú eru breyttir tímar í hönnun fjárhúsa .

 Þessi stöðluðu hefðbundnu fjárhús sem öll voru nánast eins í den, sjást varla byggð lengur og fjölbreytileikinn í þeim nýbyggðu er næstum endalaus.



 Hér er verið að taka út nýleg fjárhús í Haukatungu Syðri 2 sem eru bæði glæsileg og ágætlega hönnuð.


Þar sem bændurnir voru ekki mættir bauð Þorri okkur velkomin en þetta er kúlulaus öðlingur á öðrum vetri.


  Ég ætla ekkert að hafa það eftir sem kötturinn var að segja þarna.

 Fjárhúsin eru hólfuð niður í 10 hólf með 5 gjafagrindum og það eru um 40 kindur í hólfi.
 Gjafagrindin er ekki með hreyfanlegar hliðar og þarf því að færa síðustu tugguna að kindunum.



 Rögunargangar við sitthvorn enda stíanna.



 Og alltaf sér maður einhverja nýja útfærslu á innréttingunum.



 Þarna hefur bændunum tekist að ná ótrúlegum framförum í ræktuninni á síðustu árum enda áhuginn gríðarlegur.

 

 Gjafabúnaðurinn klár í slaginn.



 Hér er aðal umferðaræð hússins og stíur fyrir hrúta, nýbornar og eitt og annað sem taka þarf frá.



 Hér er Arnar að gauka einhverju að þeim félögunum Þorra og Manga.



 Já , Mangi var held ég bara nokkuð feginn þegar hann sá á eftir okkur yfirgefa svæðið.

Flettingar í dag: 2834
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 807967
Samtals gestir: 65314
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 19:42:41
clockhere