14.01.2012 08:21

Vorið og beina brautin.


 Þó það sé dimmt yfir .þessa dagana er farið að halla undan fæti í vetrargöngunni.

  Væntanlega komin tvö lömb í hverja fullorðna kind ( að meðaltali) og í alltof marga gemlinga.



 Búið að endurskipuleggja hrútana og taka þann kollótta úr gemlingunum.

Gemlingarnir eru svo komnir á byggskammtinn sinn sem haldið verður óbreyttum fram yfir burð en þær eldri fá ekki einu sinni að lykta af slíkum munaðarvarningi fyrr en eftir burð, sumar aldrei.
 Nú er beðið færis að kenna hundauppeldinu fræðin sín. ekki fráleitt að upphafleg markmið um seinnipart jan. náist kannski.



 Aðaláhyggjuefni hins búandi manns á þessu svæði og víðar, er trúlega vitneskjan um svellalögin á túnunum þó þau séu að vísu falin undir snjó í augnablikinu.



 Fjósið er að ganga fínt þessar vikurnar, meðalnytin alltaf aðeins uppávið og og aðeins ein á penicilllíni þessa dagana efir víkkun á spena.


 Útigangurinn  er hinsvegar að upplifa hundleiðinlegan vetur með stöðugum umhleypingum og illviðrum.  Sem betur eru þó gjafamálin víðast í topplagi þó svona vetur taki hressilega í hjá óvanalega mörgum búandanum.

Já örstutt í vorið.
Flettingar í dag: 3363
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651461
Samtals gestir: 58011
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:22:30
clockhere