24.12.2011 15:23
Jólabloggið .
Hér eru búin að vera hin margvíslegustu veður í dag og ákaflega misgóð.

Svona var það í birtingunni og reyndar ágætt þá stundina en svo brast " hann " á.

Reyndar tók ég þessa mynd af garði húsmóðurinnar áður . Hér sést að trampólín heimilisins hefuir lagst á grúfu yfir vetrarmánuðina svo Söðulsholtsbóndinn fær það vonandi ekki á rekann þetta árið. Skaflinn sem áður var mikill leikvöllur barnanna minna, bæði sem gott snjóhúsaefni og rennibraut er orðinn ónýtur til slíks, vegna þessarar skógræktar...... .

Óveðrið gekk hratt yfir og hin árlega ferð bóndans í kirkjugarðinn var drifin af.

Það var mikill snjór kringum Rauðamelskirkju og allt hið jólalegasta. Það er búið að leggja gríðarlegar fjárhæðir í umhverfi kirkjunnar á síðustu árum og nú er komið að því að ljúka dæminu og mála hana að utan.

Þar sem ég sveik systkini mín um hinn árlega annál í jólakortinu í þetta sinn, ætla ég að leiða þau þeirra sem heimsækja mig hingað, í kirkjugarðinn á Rauðamel.
Megið þið svo kæru lesendur mínir hafa það gott um hátíðina og að sjálfsögðu framvegis.

Svona var það í birtingunni og reyndar ágætt þá stundina en svo brast " hann " á.

Reyndar tók ég þessa mynd af garði húsmóðurinnar áður . Hér sést að trampólín heimilisins hefuir lagst á grúfu yfir vetrarmánuðina svo Söðulsholtsbóndinn fær það vonandi ekki á rekann þetta árið. Skaflinn sem áður var mikill leikvöllur barnanna minna, bæði sem gott snjóhúsaefni og rennibraut er orðinn ónýtur til slíks, vegna þessarar skógræktar...... .

Óveðrið gekk hratt yfir og hin árlega ferð bóndans í kirkjugarðinn var drifin af.

Það var mikill snjór kringum Rauðamelskirkju og allt hið jólalegasta. Það er búið að leggja gríðarlegar fjárhæðir í umhverfi kirkjunnar á síðustu árum og nú er komið að því að ljúka dæminu og mála hana að utan.

Þar sem ég sveik systkini mín um hinn árlega annál í jólakortinu í þetta sinn, ætla ég að leiða þau þeirra sem heimsækja mig hingað, í kirkjugarðinn á Rauðamel.
Megið þið svo kæru lesendur mínir hafa það gott um hátíðina og að sjálfsögðu framvegis.
Skrifað af svanur