19.12.2011 21:05
Tamningatryppin. Nei nei hundarnir.
Það small allt saman.
Tímann þraut,allt fór á kaf í snjó og rest af kindum voru teknar inn og rúnar.
Þannig lauk hundatamningunum þetta árið í nóvemberlok.

Píla (á Minni Borg) frá Dalsmynni ( undan Snilld og Tinna) er komin í tveggja mán. jólafrí í það minnsta eftir að vera komin vel af stað í kennslunni. Hún á vonandi eftir að gera það sæmilegt vestan Hafurfellsins í framtíðinni.

Korka frá Miðhrauni verður vonandi tilbúin í kindavinnuna svona í janúarlok en það vantar aðeins á áhugann hjá henni ennþá. Hún er lifandi eftirmynd föður síns, Tinna frá Staðarhúsum sem mér finnst ekki vont, en það er ennþá spurning um innrætið og smalagenin.

Spes frá Dalsmynni var ekki tilbúin í tamninguna í haust en nú kemur áhuginn hratt. Ég reikna með að hún fái ekki að koma með mér í fjárhús mikið oftar, fyrr en grunntamning er hafin því hún er að verða ansi ítæk þar.
Spes er undan Dáð frá Móskógum og Glókolli frá Dalsmynni og það er ekki spurning um hvort hún verður nothæf í smalið heldur hversu góð hún verður ( svona hlutlaust álit).

Hér eru svo þær Fjóla frá Skörðugili og Æsa frá Dalsmynni,(systir Spes ) sem verða báðar í námi hjá mér í vetur.
Ég er búinn að vera dálítið duglegur í tamningunum þetta árið og þó ég eigi nú talsvert eftir á þeirrri hundabraut sem ég ætla mér kannski að ganga á allra næstu árum hefur þó miðað vel.
Hundatamningar vetrarins ráðast samt alfarið af tíðarfari og snjóalögum.
Það styttist trúlega í að ég verði að koma mér upp nokkrum kindum sem eingöngu verða notaðar í þjálfunarvinnuna því rúningur, fengitími og sauðburður eru að setja þessari vinnu of miklar skorður. Þ.e.a.s. ef ég ætla að sinna þessu eins og stefnan er sett á í dag.
Já, svona gengur þetta þegar maður er endanlega kominn í hundana.
Tímann þraut,allt fór á kaf í snjó og rest af kindum voru teknar inn og rúnar.
Þannig lauk hundatamningunum þetta árið í nóvemberlok.

Píla (á Minni Borg) frá Dalsmynni ( undan Snilld og Tinna) er komin í tveggja mán. jólafrí í það minnsta eftir að vera komin vel af stað í kennslunni. Hún á vonandi eftir að gera það sæmilegt vestan Hafurfellsins í framtíðinni.

Korka frá Miðhrauni verður vonandi tilbúin í kindavinnuna svona í janúarlok en það vantar aðeins á áhugann hjá henni ennþá. Hún er lifandi eftirmynd föður síns, Tinna frá Staðarhúsum sem mér finnst ekki vont, en það er ennþá spurning um innrætið og smalagenin.

Spes frá Dalsmynni var ekki tilbúin í tamninguna í haust en nú kemur áhuginn hratt. Ég reikna með að hún fái ekki að koma með mér í fjárhús mikið oftar, fyrr en grunntamning er hafin því hún er að verða ansi ítæk þar.
Spes er undan Dáð frá Móskógum og Glókolli frá Dalsmynni og það er ekki spurning um hvort hún verður nothæf í smalið heldur hversu góð hún verður ( svona hlutlaust álit).
Hér eru svo þær Fjóla frá Skörðugili og Æsa frá Dalsmynni,(systir Spes ) sem verða báðar í námi hjá mér í vetur.
Ég er búinn að vera dálítið duglegur í tamningunum þetta árið og þó ég eigi nú talsvert eftir á þeirrri hundabraut sem ég ætla mér kannski að ganga á allra næstu árum hefur þó miðað vel.
Hundatamningar vetrarins ráðast samt alfarið af tíðarfari og snjóalögum.
Það styttist trúlega í að ég verði að koma mér upp nokkrum kindum sem eingöngu verða notaðar í þjálfunarvinnuna því rúningur, fengitími og sauðburður eru að setja þessari vinnu of miklar skorður. Þ.e.a.s. ef ég ætla að sinna þessu eins og stefnan er sett á í dag.
Já, svona gengur þetta þegar maður er endanlega kominn í hundana.
Skrifað af svanur