11.12.2011 22:57

Rúnar Gíslason. Dýralæknir Snæfellinga í 30 ár + .

 Það er óumdeilt að við snæfellingar getum alveg deilt um eitt og annað þegar sá gállinn er á okkur.

 Ég held líka að það sé alveg óumdeilt að snæfellingar séu trúlega allir sem einn sammála um að hann Rúnar dýralæknir sé góður dýralæknir.

 Nú er hann hættur eftir rúmlega 30 ára  giftusamlegan feril hjá okkur.

Þar sem þetta er ekki minningarblogg og því síður gleðiblogg yfir ótímabærum starfslokunum ætla ég nú ekkert að hæla honum frekar.

 Hann kom til okkar hokinn af reynslu eftir að hafa praktiseraði í Þýskalandi,  með viðkomu á Egilstöðum.  Þar endaði hann með því að upplifa vorið ' 79 með austfirskum bændum. Væntanlega fer enn hrollur um þá sem minnast þess vors  bæði þar og annarstaðar.



 Búnaðarfélög héraðsins tóku sig saman um að halda honum starfslokahóf á Breiðabliki í dag og komu þar saman á annað hundrað þakklátt búandfólk.



 Rúnar er gamall baráttujaxl og skilur vel við okkur, með héraðið flokkað sem dreifbýli og ágætlega nothæfan eftirmann.



 Enda lá vel á þeim, honum og Brynju sem er bæði búin að þola hann og okkur öll þessi ár af miklu umburðarlyndi.

 
 Og Kristján á Ölkeldu flutti honum hátíðarræðuna sem var akkúrat eins og hátíðarræður eiga að vera. Ekkert væl og starfslokamaðurinn tekinn hæfilega á beinið , enda ekki seinna vænna.



 Rúnar þakkaði fyrir sig og leiðrétti  nú eða bætti við ýmsar staðreyndarvillur sem komið höfðu fram og rifjaði upp þær miklu breytingar sem orðið hefðu á samgöngum og öllu umhverfi starfsins á þessum árum.



  Að lokum var hlaðið á hjónin blómum og  veggskildi sem -



 leit svona út.   Ég er ekki frá því að Rúnar hafi metið laxana neðst á þessu listaverki mest.

 Sem betur fer eru þau hjónin orðin rótföst í Hólminum og hann fékk gott klapp þegar hann lýsti því yfir að hann myndi nú leysa eftirmann sinn af um næstu helgi. Ekki væri svo ólíklegt að hann myndi sinna afleysingum í héraðinu næstu 15 ár eða svo.

Þar sem ég þekki hann ákaflega vel. margfaldaði ég þá tölu umsvifalaust með 2.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere