24.10.2011 22:56
Fjárhundakeppni Snæfellinga.

Hin árlega keppni Smalahundadeildar Snæfellinga verður haldin að Kaldármelum sunnudaginn 30 okt nk.
Reiknað er með að keppni hefjist kl. 1 en verði góð þátttaka mun byrjað fyrr.
(skýrist á fimmtudag)
Keppt verður í þrem flokkum.
Flokki unghunda, yngri en þriggja ára.
B flokki fyrir eldri hunda sem ekki hafa náð 50 stiga rennsli í B.fl.
A flokki. Opinn flokkur og fyrir þá sem hafa fengið yfir 50 stig í rennsli, í B fl.
Skrá þarf hundana fyrir n.k. föstudag hjá Svan í s. 6948020 eða á netfangið dalsmynn@ismennt.is
Reiknað er með sterku og skemmtilegu móti þar sem ekki einungis allir núverandi íslandsmeistarar mæta til leiks, heldur muni mæta þarna til keppni hundar/tíkur sem hafa alla burði til að veita þeim harða keppni .
Allir áhugamenn og konur um ræktun og tamningar Border Collie fjárhunda hefðu gaman af að kíkja á þessa keppni.
Þarna munu sjást í krefjandi og erfiðri vinnu, nokkur af bestu ræktunardýrum landsins, hver með sín sérkenni og vinnutakta.
Fésararnir sem kíkja hér inn mega svo alveg vera duglegir að like þetta fyrir mig.
Skrifað af svanur