05.10.2011 07:44
Byggið. Endar það í tómu tjóni??
Eins og þolgóðir lesendur mínir hafa ekki komist hjá að upplifa, var byggið seint til þroska þetta árið.
Á þessu stigi málsins voru menn hér orðnir nokkuð bjatrtsýnir á ásættanlega uppskeru þetta haustið, þrátt fyrir afleitt árferði.
Eftir frostnótt snemma i sept. fóru akrarnir samt að fölna og voru að verða tækir í þurrkun um miðjan sept.
Síðan hefur náttúrulega varla stytt upp.
Nú er ljóst að stór hluti þeirra akra sem eftir standa eru orðnir talsvert tjónaðir og menn orðnir dapureygir af því að horfa á miskunnarlausa langtímaspána með endalausan lægðagang í kortunum.
Þetta blasti m.a. við okkur í ástandskönnuninni í gær. Júdithin er ekki gerð fyrir margra vikna haustveðrun á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Einar og Atli spekingslegir á svipinn að veita hvor öðrum áfallahjálp í skelfingunum.
Þessi akur hjá Einari stóð samt sæmileg og var tekinn milli skúra í gær. Nú þýðir ekkert að velta fyrir sér smámunum eins og olíuverðinu í þurrkuninni.
Akrarnir eru talsvert misjafnir og sumstaður sjást svona legur. Þetta næðist samt mestallt upp ef hægt væri að senda lægðirnar yfir á bretana í nokkra daga.
Það eru Skegglan og Lómurinn sem standa nokkuð vel enn en það er á svona haustum sem þau síga framúr innflutta sex raða bygginu í uppskerumagni.
Já nokkurra daga þurrkur með hæfilegum hraða á logninu myndi bjarga heilmiklu. Það er þó trúlega öruggast að vera ekki að velta fyrir sér hvernig verður að komast um akrana, ef skyldi gefa til þreskingar.
Á þessu stigi málsins voru menn hér orðnir nokkuð bjatrtsýnir á ásættanlega uppskeru þetta haustið, þrátt fyrir afleitt árferði.
Eftir frostnótt snemma i sept. fóru akrarnir samt að fölna og voru að verða tækir í þurrkun um miðjan sept.
Síðan hefur náttúrulega varla stytt upp.
Nú er ljóst að stór hluti þeirra akra sem eftir standa eru orðnir talsvert tjónaðir og menn orðnir dapureygir af því að horfa á miskunnarlausa langtímaspána með endalausan lægðagang í kortunum.
Þetta blasti m.a. við okkur í ástandskönnuninni í gær. Júdithin er ekki gerð fyrir margra vikna haustveðrun á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Einar og Atli spekingslegir á svipinn að veita hvor öðrum áfallahjálp í skelfingunum.
Þessi akur hjá Einari stóð samt sæmileg og var tekinn milli skúra í gær. Nú þýðir ekkert að velta fyrir sér smámunum eins og olíuverðinu í þurrkuninni.
Akrarnir eru talsvert misjafnir og sumstaður sjást svona legur. Þetta næðist samt mestallt upp ef hægt væri að senda lægðirnar yfir á bretana í nokkra daga.
Það eru Skegglan og Lómurinn sem standa nokkuð vel enn en það er á svona haustum sem þau síga framúr innflutta sex raða bygginu í uppskerumagni.
Já nokkurra daga þurrkur með hæfilegum hraða á logninu myndi bjarga heilmiklu. Það er þó trúlega öruggast að vera ekki að velta fyrir sér hvernig verður að komast um akrana, ef skyldi gefa til þreskingar.
Skrifað af svanur