04.09.2011 09:06
Landnámshænueigendur athugið.
Nú er Landnámshænan inni sem aldrei fyrr og enginn dreifbýlisbúi maður með mönnum nema það séu nokkrar krafsandi hænur undir húsveggnum nú eða í blómabeðinu.
Til þess að fá hárrétt bragð af eggjunum þarf að sjálfsögðu að vera hani í hópnum, og það getur líka komið sér betur ef fjölga á í stofninum með eigin framleiðslu.

Eins og í annarri ræktun verða menn að gæta að skyldleikaræktun og reyndar fjölmargs annars.
En eins og allir ættu að vita er fjölbreytnin í hanastofninum með ólíkindum. Ekki er nóg með að litadýrðin sé óendanleg, heldur eru hanarnir misblíðlyndir, þörfin fyrir að tjá sig á óguðlegum tíma misjöfn og svona mætti lengi telja.

Nú vill svo heppilega til að yngri húsfreyjan í Dalsmynni er öflugur Landnámshænuræktandi og nú um stundir býr hún ákaflega vel að þrautræktuðum hönum sem er lausir við næstum alla þá ókosti sem þekkjast hjá hönum.


Það er því rétt að benda þeim á sem glíma við skyldleikaræktun, geðvonsku, hávaðamengun eða ömurlega liti á hananum, að núna er akkúrat tækifærið til að endurnýja hanann sinn.

Margir hananna eru svo orðnir prýðilega hundvanir í þokkabót sem er ekki lítils virði.

Þessi er fiðraður fram á fingurgóma sem er sjaldgæfur og dýrmætur eiginleiki og með rósakamb í þokkabót.

Þetta einstaka eintak þarf ekki að hafa mörg orð um, meira að segja næstum blíðlegur til augnanna.
Og það er hún Guðný Linda Gísladóttir sem svarar fyrir ræktunina og afsláttarverðin sem eru í gangi akkúrat núna. s.8956380. eða atlisveinn@vortex.is
Fésbókarar sem kíkja hér inn eru hvattir til að like á þetta hér á blogginu, svo þeir séu nú einu sinni með eitthvað bitastætt á statusnum.
Til þess að fá hárrétt bragð af eggjunum þarf að sjálfsögðu að vera hani í hópnum, og það getur líka komið sér betur ef fjölga á í stofninum með eigin framleiðslu.

Eins og í annarri ræktun verða menn að gæta að skyldleikaræktun og reyndar fjölmargs annars.
En eins og allir ættu að vita er fjölbreytnin í hanastofninum með ólíkindum. Ekki er nóg með að litadýrðin sé óendanleg, heldur eru hanarnir misblíðlyndir, þörfin fyrir að tjá sig á óguðlegum tíma misjöfn og svona mætti lengi telja.

Nú vill svo heppilega til að yngri húsfreyjan í Dalsmynni er öflugur Landnámshænuræktandi og nú um stundir býr hún ákaflega vel að þrautræktuðum hönum sem er lausir við næstum alla þá ókosti sem þekkjast hjá hönum.


Það er því rétt að benda þeim á sem glíma við skyldleikaræktun, geðvonsku, hávaðamengun eða ömurlega liti á hananum, að núna er akkúrat tækifærið til að endurnýja hanann sinn.

Margir hananna eru svo orðnir prýðilega hundvanir í þokkabót sem er ekki lítils virði.

Þessi er fiðraður fram á fingurgóma sem er sjaldgæfur og dýrmætur eiginleiki og með rósakamb í þokkabót.

Þetta einstaka eintak þarf ekki að hafa mörg orð um, meira að segja næstum blíðlegur til augnanna.
Og það er hún Guðný Linda Gísladóttir sem svarar fyrir ræktunina og afsláttarverðin sem eru í gangi akkúrat núna. s.8956380. eða atlisveinn@vortex.is
Fésbókarar sem kíkja hér inn eru hvattir til að like á þetta hér á blogginu, svo þeir séu nú einu sinni með eitthvað bitastætt á statusnum.
Skrifað af svanur