14.07.2011 23:04

Og kýrnar leika við kvurn sinn fingur.

 Þegar farið var í fjósbreytingarnar var legið yfir því hvernig ganga mætti frá flórum og stéttum til að lágmarka hálkuna því blessaðar kýrnar eru nú engar fimleikastjörnur í lausagöngunni.

 Skemmst er frá því að segja að það fannst engin  alvörulausn sem maður keypti svo þetta endaði í hefðbundnu fúski sem gerðist því hálla sem það eltist.

 Þegar Guðmundur Hallgríms. var svo kominn með lausnina sem maður var kannski að leita að var ekki beðið boðanna.



 Hér er hann svo mættur með fræsingagræjuna og er óvanalega virðulegur á svipinn.

Þetta er u.þ.b. 2 - 3 mm djúpar rákir og engum blöðum um það að fletta að þetta er að svínvirka.



 Hann fræsti hjá okkur flórana og steyptu gólfbitana við brynningarkerin.



 Mjaltabásinn sem í var lagt efni með sandkvarsi var ágætlega stamur lengi vel. Nú er hann að verða leiðinlega háll og spurning hvenær Guðmundur verður klár í að redda því?

 En það er ljóst að kýrnar verða að fara að æfa sig í einhverju öðru en skautadansinum.
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3095
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 808610
Samtals gestir: 65366
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:12:14
clockhere