23.06.2011 08:28

Grenjavinnslan.

 Það er óhætt að segja að þrautseigur norðanblásturinn og kuldinn hafi sett mark sitt á grenjavinnsluna þetta árið.

 Það er liðin tíð að veiðiáhuginn drífi mann á greni í vafasömu veðurútliti enda  reynslan harður skóli í þessum bransa og augnabliksklúður fljótt að setja allt í uppnám.

 Nú sér samt fyrir endann á vertíðinni þetta árið og þó það hafi gengið á ýmsu hefur oft gengið verr.


                             Grjóthleðslan t.h. var hlaðin um kvöldið til að taka af mesta blásturinn.

 Svona var vinnuaðstaðan á síðasta greninu. Reyndar sést ekki á myndinni að þarna var um 15 - 20 m. vindur og hitamælirinn í bílnum sýndi 2 gr. þegar komið var niður um fimmleytið í gærmorgun.

 Þó  enn eigi eftir að kíkja á nokkur gren er líklegt að ekki verði unnin fleiri  þetta árið en það var á 5 þekktum grenjum og grunur um a.m.k. 3 óþekkt, en skráð greni eru á annað hundrað í sveitarfélaginu. Það eru tvö gengi sem eru í vinnslunni og skipa Dalsmynnisbændur annað þeirra.



 Þetta greni er gott dæmi um breytta hegðun tófunnar en það fann ég eftir 2. ára snuðr, í kílræsi og trúlega er innan við 1 km. í loftlínu á næsta bæ.
 Nú verður reynt að taka tíma í að finna  óþekktu grenin en þó við vitum nokkuð um veiðisvæði viðkomandi dýra eru það oftast tilviljanir og heppni sem verða til þess að nýtt greni finnst.

 

 Hér sést alvöru klassa fjallagren sem ekki hefur verið á árum saman en hér eins og víðar er lágfóta komin niður í byggðina og þar er væntanlega þau greni að finna sem vantar í bókhald grenjaskyttnanna.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere