17.06.2011 20:47
Sleppitúr. Siðasti dagurinn.
Það munaði litlu að allt færi í klessu í fyrsta áfanganum frá Borgarholti í áningarhólfið í Stakkhamarsnesinu.
Við vorum komin langleiðina þegar reksturinn slapp upp á nesið og ætlaði að taka strikið út á fjöruna.
Þó Gunni héldi því fram að hann hefði bjargað málinu var það nú hátt rofabarð sem kom í veg fyrir að hópurinn stormað út á fjöruna þar sem ekki var fullfallið út.
Þetta tafði fyrir þeim svo við náðum vopnum okkar á ný og öskrin sem ég framleiddi höfðu ekki einungis undraverð áhrif á ólátabelgina í rekstrinum þar sem Dalsmynnisklárarnir voru fremstir meðal jafningja. Þau höfðu líka undraverð áhrif á Guggu og Halldóru sem þeystu um öskrandi eins og indíánar í árásarhug og þar með var sú orrustan unnin og hópurinn kominn í áningargerðið nokkrum mínútum síðar.

Þetta áningarhólf sem sett var upp að frumkvæði Snæfellings og Stakkhamarsbænda er algjör snilld og minnir mig á áningarhólfin hans Ödda sem hann hafði dreift um Lónið og Suðursveitina .

Ég kenndi svo Einar um að hafa rekið okkur of fljótt af stað, þegar við blotnuðum aðeins í síðasta álnum en það var farið aðeins of utarlega og þó eitt og eitt hross flyti upp slapp þetta allt til.
Norðanáttin færðist svo heldur í aukana eftir því sem við nálguðumst endastöð og kominn hrollur í suma um það er lauk.
Félagar mínir voru þarna að ljúka 5 daga ferð frá Rifi og voru hæstánægð þó að á ýmsu hefði gengið. Týndi hesturinn fannst og þessar 3 eða 4 byltur í ferðinni höfðu ekki mjög alvarlegar afleiðingar.

Það var síðan tvöföld veisla um kvöldið , grillveisla hjá sleppitúragenginu og síðan tvöföld afmælisveisla Atla og Iðunnar sem urðu 30 ára fyrir skemmstu.
Meirháttar alltsaman og takk fyrir mig.
Við vorum komin langleiðina þegar reksturinn slapp upp á nesið og ætlaði að taka strikið út á fjöruna.
Þó Gunni héldi því fram að hann hefði bjargað málinu var það nú hátt rofabarð sem kom í veg fyrir að hópurinn stormað út á fjöruna þar sem ekki var fullfallið út.
Þetta tafði fyrir þeim svo við náðum vopnum okkar á ný og öskrin sem ég framleiddi höfðu ekki einungis undraverð áhrif á ólátabelgina í rekstrinum þar sem Dalsmynnisklárarnir voru fremstir meðal jafningja. Þau höfðu líka undraverð áhrif á Guggu og Halldóru sem þeystu um öskrandi eins og indíánar í árásarhug og þar með var sú orrustan unnin og hópurinn kominn í áningargerðið nokkrum mínútum síðar.

Þetta áningarhólf sem sett var upp að frumkvæði Snæfellings og Stakkhamarsbænda er algjör snilld og minnir mig á áningarhólfin hans Ödda sem hann hafði dreift um Lónið og Suðursveitina .

Ég kenndi svo Einar um að hafa rekið okkur of fljótt af stað, þegar við blotnuðum aðeins í síðasta álnum en það var farið aðeins of utarlega og þó eitt og eitt hross flyti upp slapp þetta allt til.
Norðanáttin færðist svo heldur í aukana eftir því sem við nálguðumst endastöð og kominn hrollur í suma um það er lauk.
Félagar mínir voru þarna að ljúka 5 daga ferð frá Rifi og voru hæstánægð þó að á ýmsu hefði gengið. Týndi hesturinn fannst og þessar 3 eða 4 byltur í ferðinni höfðu ekki mjög alvarlegar afleiðingar.

Það var síðan tvöföld veisla um kvöldið , grillveisla hjá sleppitúragenginu og síðan tvöföld afmælisveisla Atla og Iðunnar sem urðu 30 ára fyrir skemmstu.
Meirháttar alltsaman og takk fyrir mig.
Skrifað af svanur