16.06.2011 05:29

Sleppitúr 2011.

Ég laumaði mér inn í sleppitúrinn á 4. degi en þá voru eftir 2 góðir dagar í Söðulsholt.

 Klárarnir mínir eru ekki til stórræðanna alveg notkunarlausir svo það var stólað á magnið eða fjóra hesta á ýmsum aldri.

 Lagt var upp frá Böðvarsholti ( í Staðarsveit) um kl 11 en hafa þurfti fjöru yfir Staðarárósinn.


 Það var bein og breið leið niður fjöruveginn hjá henni systur minni á Kálfárvöllum og síðan tók fjöruborðið við austur að Kirkjuhól. Þetta var langur áfangi og komin ró yfir reksturinn löngu áður en við náðum þangað.


Laila í Hofgörðum hafði lánað okkur aðstöðu fyrir áninguna svo þarna var stoppað vel, skipt um hross og járnaðir tveir hófar.

 
 Ferðaþjónustubændur að Hofi hafa tekið til hendinni í vetur og komið upp 10 smáhýsum og munu einhver þeirra verða tilbúin til nýtingar í sumar..


 Þaðan var síðan veginum fylgt að Tröðum þar sem fjaran beið okkar ný.


 Það er varla kominn nægur gróður í næturhólf og á áningastöðum þó komið sé framyfir miðjan júní en í Borgarholti beið okkar vel gróið hólf og rausnarlegar móttökur hjá Viðari.
 
 Og síðasti  dagurinn á að enda í Söðulsholti á morgun með grillslútti hjá sleppitúragenginu og 2 X 30 ára afmælisveislu hjá Atla og Iðunni.(  Erfiður dagur.)
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere