08.06.2011 06:14

Rebbinn, fuglaflóran og fjárstofninn.

 Maður veltir því fyrir sér hvaða áhrif kuldarnir hafa á fuglavarpið þetta vorið án þess að komast að vitrænni niðurstöðu.

 Hvíta gelddýrið sem ég fylgdist með dágóða stund í fyrrakvöld fór um talsvert svæði án þess að nokkur fugl fylgdi því.

 Það sagði mér að ekkert varp væri á þeim slóðum.



 Það grillir í það ( hvíti bletturinn) í um 1 km fjarlægð frá mér þar sem ég sat í bílnum.

Þetta dýr var algjörlega í vetrarhárunum og einkennilega styggt. Trúlega kynnst hættulegum kyrrstæðum bíl einhverntímann. Þetta var hinsvegar nýtt dýr fyrir mér á þessu svæði sem segir nú kannski ekki mikið.

 Nú er grenjavinnslan að bresta á og reynt að fækka þeim gelddýrum sem gefa færi á sér.

Þeim hefur fækkað um 7 í sveitarfélaginu það sem af er júní og af þeim eru 2 geldar læður.



 Það sem kemur á óvart eftir tiltölulega mildan vetur er að dýrin er upp til hópa frekar grannholda og kannski spilar staðan í varpmálunum ínn í það.

Það eru 2 - 3 óþekkt greni virk í sveitarfélaginu sem gerir þetta dálítið erfitt og þýðir  að fuglastofninn er í lágmarki á ákveðnum svæðum.  Staðan er samt ekki það slæm að maður reikni með dýrbítum í sveitinni.

                                                                                                 Mynd. Keran Stueland Ólason.
 Það væri óskemmtilegt að vera ræstur út í svona dæmi.
Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 1034875
Samtals gestir: 71550
Tölur uppfærðar: 26.8.2025 00:28:56
clockhere