30.05.2011 18:24

Drullukuldi og dásamlegheit.


Þrátt fyrir kuldatíð og seinagang í grassprettu og tilheyrandi rólegheit í vorkomunni, er næstum allt í fínum gír.

 Brýnustu vorverkunum lokið þó í seinna lagi sé, aðeins eftir að bera á nokkur rollutún, ásamt túnum hestamiðstöðvarinnar og rollurnar eru nú að yfirgefa húsvistina hver á fætur annarri.
 Í þessum skrifuðu orðum er ein ær óborin.

 Og maður er farinn að ná sínum  6 tíma svefni á ný.

Það er þó nokkuð ljóst að slátturinn verður á seinni skipunum hér miðað við undanfarin gósensumur og kýrnar fara trúlega ekki út 10 júní eins og vanalega.

Gott mál.



Það styttist í grenjavinnsluna og minkaveiðin hjá yngri bóndanum  mun bresta á næstu dagana.

 Girðingarviðhaldið bíður að vísu eftir okkur sem er óvanalega seint en ekki verður við öllu séð.



 Það liggja síðan fyrir breytingar á húsakosti í sumar sem munu koma í veg fyrir að bændurnir láti sér leiðast í einhverju aðgerðarleysi.


 Síðast en ekki síst er síðan nóg að gera framundan í allskonar hundastússi og aldrei þessu vant úr nógu geldfé að moða í tamningarnar.

Já það er engin þörf að kvarta þegar ....... ..... .....

Flettingar í dag: 3296
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651394
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:18:07
clockhere