25.04.2011 21:20
Lífdísill. Bylting í ræktun.
Á síðasta ári var gerð tilraun með sáningu Akurdoðru ( Camelina Sativa) hjá Fóðuriðjunni í Ólafsdal.
Tilraunina gerði Kristján Finnur Sæmundsson sem er vél og orkutæknifræðingur frá Lindarholti í Dölum en lokaverkefnið hans í tæknifræði í Háskóla Reykjavíkur var framleiðsla lífdisil á Íslandi.
Eftir langa leit að plöntu sem sáð yrði að vori og uppskorin að hausti varð Akurdoðran fyrir valinu og niðurstaðan eftir sumarið kemur skemmtilega á óvart. Akurdoðran virðist vera laus við alla helstu galla olíurepjunnar. Hún er ákaflega óvönd á jarðveg og skilaði t.d. uppskeru á gróðurlausum mel þrátt fyrir þurrkasumar.
Einungis er notaður köfnunarefnisáburður um 40 - 75 kg. N á ha.
Hætta er á legum með of miklu köfnunarefni.

Plantan er ákaflega veðurþolin sé henni sáð í réttum þéttleika og losar sig ekki við fræin fyrr en löngu eftir að þau ná fullum þroska.

Uppskeran var um 2.8 t /ha af þurrkuðu fræi ( 92 % þurrefni) þrátt fyrir of lítinn fræskammt í sáningu ( 5 kg.) en sáð var í um 10 ha.
Kristján áætlar að um 8 kg af fræi á ha. sé hæfilegt hér á landi og uppskeran gæti orðið um 3.4 tonn á ha. við góðar aðstæður.
Olíuhlutfallið yrði um 35 - 40 % af þurrkuðu fræi en 60 - 65 % hrat sem yrði með um 35 - 40 % prótín.
Kristján Finnur kynnti þessar niðurstöður á bændafundi í Lindartungu í kvöld og svaraði síðan fjölmörgum spurningum áhugasamra bænda um ræktunina og vinnslu olíunnar á síðari stigum.
Síðast en ekki síst hafa hvorki sauðkindur, álftir né gæsir minnsta áhuga á þessari ræktun.
Áhugavert mál.
Tilraunina gerði Kristján Finnur Sæmundsson sem er vél og orkutæknifræðingur frá Lindarholti í Dölum en lokaverkefnið hans í tæknifræði í Háskóla Reykjavíkur var framleiðsla lífdisil á Íslandi.
Eftir langa leit að plöntu sem sáð yrði að vori og uppskorin að hausti varð Akurdoðran fyrir valinu og niðurstaðan eftir sumarið kemur skemmtilega á óvart. Akurdoðran virðist vera laus við alla helstu galla olíurepjunnar. Hún er ákaflega óvönd á jarðveg og skilaði t.d. uppskeru á gróðurlausum mel þrátt fyrir þurrkasumar.
Einungis er notaður köfnunarefnisáburður um 40 - 75 kg. N á ha.
Hætta er á legum með of miklu köfnunarefni.

Plantan er ákaflega veðurþolin sé henni sáð í réttum þéttleika og losar sig ekki við fræin fyrr en löngu eftir að þau ná fullum þroska.

Uppskeran var um 2.8 t /ha af þurrkuðu fræi ( 92 % þurrefni) þrátt fyrir of lítinn fræskammt í sáningu ( 5 kg.) en sáð var í um 10 ha.
Kristján áætlar að um 8 kg af fræi á ha. sé hæfilegt hér á landi og uppskeran gæti orðið um 3.4 tonn á ha. við góðar aðstæður.
Olíuhlutfallið yrði um 35 - 40 % af þurrkuðu fræi en 60 - 65 % hrat sem yrði með um 35 - 40 % prótín.
Kristján Finnur kynnti þessar niðurstöður á bændafundi í Lindartungu í kvöld og svaraði síðan fjölmörgum spurningum áhugasamra bænda um ræktunina og vinnslu olíunnar á síðari stigum.
Síðast en ekki síst hafa hvorki sauðkindur, álftir né gæsir minnsta áhuga á þessari ræktun.
Áhugavert mál.
Skrifað af svanur