22.04.2011 20:16

Mykjan, maginn og vorstressið.

 Það var ótrúlegt hvað það hafði góð áhrif á bóndann að koma dælunni niður í haughúsið og byrja að hræra.

 Maginn komst umsvifalaust í lag og öll bölsýni hvarf eins og dögg fyrir sólu.

 En dagarnir líða hratt og þó jörðin sé orðin klakalaus að mestu er mjög blautt um.


 Það var ótrúlegt hvað Duun dælan náða að hræra upp í kringum sig, því hæðin í haughúsinu er í sögulegu hámarki og vel uppí bitana.

Skíturinn sem maður vill sjá komast á túnin uppúr miðjum apríl er enn á sínum vetrarstað og greinilega nokkrir dagar í að lagt verði í að prófa dreifingu.

 Það er beðið með óþreyju eftir þessari stundu.

Akrarnir sem þurfa marga þurra daga til að komast í ákjósanlegt vinnsluform munu því líka bíða enn um sinn. Og þó það sé gott að eiga mýrarjarðveginn að á þurrkasumrunum er vond sáningarfræði að ná ekki lágmarks þurrefnisstigi í þá fyrir vinnslu og sáningu.


 Hér er tætarinn neðan í sáningarvélinni en nú verður stress í gangi og tætt með annarri vél svo sáningin gangi hraðar.
 Þetta hefur þó oft verið verra hvað akrana snertir á  þessum árstíma því stundum er klakinn ekki horfinn úr þeim fyrr en í maí.

Semsagt allt á seinni skipunum en útlitið oft verið svartara.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere