19.04.2011 21:31

Bólusetning og bilanir.

 Féð var sprautað seinni sprautunni við lambablóðsótt,garnapest og bráðapest í dag.

Sumir sleppa þessum sprautum alveg, aðrir láta eina sprautu duga og enn aðrir sprauta tvisvar.

Ég hef prófað þetta allt og sprauta semsagt tvisvar.


 Þetta er fljótlegt, flatgryfjurollunum er rennt gegnum rekstrarganginn en hinar afgreiddar á hefðbundinn hátt. Svona klukkutími + í þessar 150 kindur.

 Fyrsta alvörubilunin i SAC mjaltabásnum frá upphafi varð svo í lok kvöldmjaltanna þegar mjólkur
dælan gaf sig. Í þessum skrifuðu orðum eru trúlega að mætast á miðri leið frá Selfossi, einn með skiptidælu og annar að sækja hana.


  Er þá vonandi lokið öllum óhöppum að sinni og í framhaldinu mun vorið hellast yfir (fátt sem bendir til þess.) Já það mætti alveg fara að þorna um hér um slóðir. ( Þó ekki með frostakafla.)

Það er greinilega algjör skandall að leyfa páskana svona seint. Þarf eitthvað að vinna í því.emoticon


 
Flettingar í dag: 849
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1051
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 1126731
Samtals gestir: 73591
Tölur uppfærðar: 21.10.2025 11:03:29
clockhere