13.04.2011 22:30
Breyttar línur í tækjakaupunum.
Það var mikil gróska í vélainnflutningnum á veislutímanum og innflutningsfyrirtækin döfnuðu vel.
Hrunið í vélasölunni var mjög harkalegt og meira en sum þeirra þoldu.
Nú er allt að lifna og í stærsta búvélainnflutningsfyrirtæki landsins, Jötunn Vélum á Selfossi er mikið um fyrirspurnir og spámennsku með hækkandi sól.
Til marks um breyttar áherslur í dótakaupunum er verið að afgreiða þar 20 sáðvélar þessa dagana sem eiga að fá að snúast í vor.

Tvær fullkomnustu vélarnar 3 og 4 m. breiðar
Þetta eru sáðvélar á verðbilinu 600.000 til 10.000.000 sem gefur til kynna mikla breidd í tækni og notagildi. Þrjár eru sérhæfðar í grassáningu en flestar eru fjölnota.
Það er kornræktin sem er á mikilli siglingu vegna gríðarlegra hækkana á erlenda fóðrinu en stórir svínakjötsframleiðendur ætla sér m.a. stóra hluti í innlendri fóðurframleiðslu.
Allt um hasarinn hjá Jötun Vélum HÉR.
Skrifað af svanur