01.04.2011 04:47
Hafernir. Margskotið á 3 haferni í Eyjarhreppnum.
Þegar ég ræði um haferni við vini náttúrunnar og rebbanna tala ég gjarnan um þá sem " þessar dj. hræætur."
Við æðarbændurna og aðra ekta náttúruunnendur tala ég hinsvegar um " þennan konung fuglanna" í miklum lotningartóm.
Þegar önnur aðal myndaskytta heimasíðunnar var í vinnunni í gær( útreiðum) rakst hún á þessar hræætur, nú eða konunga fuglanna að gæða sér á rjúpu.
Spekingslegir og öruggir með sig hér þó þeir séu það kannski ekki alveg allstaðar.

Hér líta þeir til himins því sá þriðji var að bætast í hópinn.
Alltaf jafn blíðlegir til augnanna.

Sá þriðji missti af veislunni því lítið var eftir af rjúpunni.

En lendingin tókst ágætlega.

Þessir fuglar eru nú alltaf mun flottari á lofti svo vægt sé til orða tekið.

Svo var tekið listflug fyrir Iðunni Silju.

En Krummi ræfillinn fékk dálítið ógnandi móttökur þegar hann kíkti við.

Fleiri myndir . Hér
Við æðarbændurna og aðra ekta náttúruunnendur tala ég hinsvegar um " þennan konung fuglanna" í miklum lotningartóm.
Þegar önnur aðal myndaskytta heimasíðunnar var í vinnunni í gær( útreiðum) rakst hún á þessar hræætur, nú eða konunga fuglanna að gæða sér á rjúpu.
Spekingslegir og öruggir með sig hér þó þeir séu það kannski ekki alveg allstaðar.

Hér líta þeir til himins því sá þriðji var að bætast í hópinn.
Alltaf jafn blíðlegir til augnanna.

Sá þriðji missti af veislunni því lítið var eftir af rjúpunni.

En lendingin tókst ágætlega.

Þessir fuglar eru nú alltaf mun flottari á lofti svo vægt sé til orða tekið.

Svo var tekið listflug fyrir Iðunni Silju.

En Krummi ræfillinn fékk dálítið ógnandi móttökur þegar hann kíkti við.

Fleiri myndir . Hér
Skrifað af svanur