29.03.2011 08:50
Allt að gerast í sveitinni.
Þegar dagurinn er búinn að ná yfirhöndinni í sólarhringsvaktinni fara öll hjól að snúast í sveitinni og vorið mun bresta á fyrr en varir.
Umpólunin í veðurfarinu er algjör eftir fleiri vikna leiðindi í tíðarfari en ég vil muna.
Logn og niðaþoka dögum saman er að vísu frekar óvanalegt hér á Nesinu en sólin er á vísum stað þarna fyrir ofan og mun birtast fyrr en varir.

Tamningdýrin 3 ásamt rollunum hafa ekkert verið hreyfð í snjónum en nú verður farið að taka þau til bæna fyrir sauðburðarfríið þeirra.
Aldrei þessu vant er ég með hest á járnum sem leggur mér síðan nokkrar skyldur á herðar.

Hvolparnir verða læknisskoðaðir, örmerktir og fá fyrri parvósprautuna á föstudaginn og væntanlega verður eitthvað útfall á þeim um helgina.
Þessar 7 dömur eru orðin mikli útispjót og tíminn fram á helgina verður notaður til að þjálfa þær í innkallinu, því þær eru löngu búnar að átta sig á því að það þýðir innilokun og eru farnar að hlaupa mun hraðar en ég.
Nú styttist í að farið verður í kvöld og morgunrúnta til að reyna að koma rebbafjölda sveitarinnar í skikkanlegt horf, því vetrarveiðin er alveg hætt að virka á þessum frostlausu vetrum og ljósaveiðin hefur nú aldrei höfðað til mín.

Alltaf jafngott þegar skammdegið er komið afturfyrir mann eina ferðina enn.
Umpólunin í veðurfarinu er algjör eftir fleiri vikna leiðindi í tíðarfari en ég vil muna.
Logn og niðaþoka dögum saman er að vísu frekar óvanalegt hér á Nesinu en sólin er á vísum stað þarna fyrir ofan og mun birtast fyrr en varir.

Tamningdýrin 3 ásamt rollunum hafa ekkert verið hreyfð í snjónum en nú verður farið að taka þau til bæna fyrir sauðburðarfríið þeirra.
Aldrei þessu vant er ég með hest á járnum sem leggur mér síðan nokkrar skyldur á herðar.

Hvolparnir verða læknisskoðaðir, örmerktir og fá fyrri parvósprautuna á föstudaginn og væntanlega verður eitthvað útfall á þeim um helgina.
Þessar 7 dömur eru orðin mikli útispjót og tíminn fram á helgina verður notaður til að þjálfa þær í innkallinu, því þær eru löngu búnar að átta sig á því að það þýðir innilokun og eru farnar að hlaupa mun hraðar en ég.
Nú styttist í að farið verður í kvöld og morgunrúnta til að reyna að koma rebbafjölda sveitarinnar í skikkanlegt horf, því vetrarveiðin er alveg hætt að virka á þessum frostlausu vetrum og ljósaveiðin hefur nú aldrei höfðað til mín.

Alltaf jafngott þegar skammdegið er komið afturfyrir mann eina ferðina enn.
Skrifað af svanur