18.03.2011 09:45

Allt á fullu í ótíðinni.

Þegar dagsbirtan fer að verða ráðandi þá líður tíminn hratt og þó tíðarfarið sé ekki til að hrópa húrra er vorið pottþétt, fyrir handan hornið.

 Það er mikil stresshelgi framundan en í dag verður brunað í bæinn þar sem hesthúsvígsla er á dagskrá.



 Á morgun er fjárhundanámskeið á dagskránni og þar sem bæði kollurinn og ganglimirnir þurfa á öllu sínu að halda  eru yfirgnæfandi líkur á því að ég verði hafður undir stýri í dag.

 En ástandið á efri hæðinni og fráleiki fótanna eru orðin með þeim hætti að ekki er hættandi á neitt sem gæti dregið úr afköstum bóndans á þessum sviðum.

Öðruvísi mér áður brá.



 Þar sem það verður mikil hópreið frá eldra hesthúsi í það nýja og milli hesthúsahverfa að fara verður gæðingaflotinn tekinn með úr sveitinni. Ekki dugar minna en þessi græja hér að ofan í ferðina, en hér er  hún stödd við Laufskálarétt.

En allt um þetta eftir helgina.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere