15.03.2011 22:42

Áríðandi tilkynning. Er okkur sama??


Miðvikudaginn 16. mars munu SamFram skólarnir; Kvennó, MH, MR, MS og Versló, standa fyrir góðgerðatónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Tónleikarnir verða haldnir í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni "Okkur er ekki sama!" Þar koma fram margir af flottustu tónlistarmönnum landsins og má meðal annars nefna Agent Fresco, Friðrik Dór og svo mæta Stebbi og Eyfi og taka Nínu.

Miðaverð við hurð verða 1500 kr. en fyrir þá sem ekki komast að en vilja þó styrkja gott ...málefni þá viljum við benda þeim á að Valdi&Freyr standa að baki tveimur símanúmerum, sem hægt er að hringja í og styrkja þar af leiðandi Mæðrastyrksnefnd.

500 kr.: 907-1050
1.000 kr.: 907-1010
Símanúmerin verða opin til miðvikudagsins 22.mars

Frá árinu 1928 hefur Mæðrastyrksnefnd verið til staðar fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Upprunalega styrktu samtökin ekkjur látinna sjómanna en það hefur breyst. Nú geta einstæðir foreldrar, eldri borgarar og fjölskyldur leitað til þeirra.
Í hverri viku getur fólk komið í matarúthlutun á þeirra vegum. Aðsóknin hefur aukist gríðarlega á síðustu árum en þegar mest var sóttust um 700 heimili eftir hjálp. Þetta vandamál snertir okkur öll og vilja því SamFram skólarnir leggja sitt af mörkum með því að styrkja þetta málefni. Fáránlegt er að hugsa til þess að um 400 fjölskyldur í hverri einustu viku sækja mataraðstoð til þeirra. Okkur er ekki sama!

http://www.youtube.com/watch?v=EnzZFfUzaYc&feature=channel
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 2879
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 811980
Samtals gestir: 65456
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 00:57:57
clockhere