14.03.2011 22:33
Hvolparnir. Æðislegir. Út í fyrsta sinn.
5 -6 vikna eru hvolpar yfirhöfuð ómótstæðilegir.
Öllum ræktendum finnst akkúrat þá. að þarna sé hið fullkomna got á ferðinni.
Jafnvel þó ræktandinn geri sér obbolitla grein fyrir því, að kannski vanti eitthvað pínulítið á fullkomleika foreldranna, trúir hann að það hafi hrokkið fyrir borð í meðgöngunni.
Já hér er semsagt hið fullkomna got á ferðinni og góður dagur þegar órabelgirnir komu í fyrsta sinn undir bert loft.

Heimasætan var á ferð í sveitinni og þótti þetta ekki mjög leiðinlegt.

Þeir komust strax í snjó og héldu auðvitað að svona ætti heimurinn að líta út.

Þó búið sé að ráðstafa hópnum er þetta sú eina sem liggur fyrir hvert fer.

Ræktandinn fullur bjartsýni um gæði framleiðslunnar. 7 tíkur, 4 loðnar , 4 þrílitar og ein með annað augað blátt.

Þessi fyrir ofan er með hægra augað blátt en verður snögghærð, dúllan fyrir neðan er kannski með svona dökkblá augu af málið er skoðað með jákvæðu hugarfari en verður fallega loðin..



Fyrir væntanlega hvolpaeigendur er þessi reyndar frátekin líka.
Nú eru framundan miklir rannsóknarleiðangrar hjá systrunum því þær fá að leika lausum hala útivið þegar vel viðrar, fram að því að þær sem fara, hleypa heimdraganum.
Nýjar myndir síðast í ÞESSU albúmi.
Öllum ræktendum finnst akkúrat þá. að þarna sé hið fullkomna got á ferðinni.
Jafnvel þó ræktandinn geri sér obbolitla grein fyrir því, að kannski vanti eitthvað pínulítið á fullkomleika foreldranna, trúir hann að það hafi hrokkið fyrir borð í meðgöngunni.
Já hér er semsagt hið fullkomna got á ferðinni og góður dagur þegar órabelgirnir komu í fyrsta sinn undir bert loft.

Heimasætan var á ferð í sveitinni og þótti þetta ekki mjög leiðinlegt.

Þeir komust strax í snjó og héldu auðvitað að svona ætti heimurinn að líta út.

Þó búið sé að ráðstafa hópnum er þetta sú eina sem liggur fyrir hvert fer.

Ræktandinn fullur bjartsýni um gæði framleiðslunnar. 7 tíkur, 4 loðnar , 4 þrílitar og ein með annað augað blátt.

Þessi fyrir ofan er með hægra augað blátt en verður snögghærð, dúllan fyrir neðan er kannski með svona dökkblá augu af málið er skoðað með jákvæðu hugarfari en verður fallega loðin..



Fyrir væntanlega hvolpaeigendur er þessi reyndar frátekin líka.
Nú eru framundan miklir rannsóknarleiðangrar hjá systrunum því þær fá að leika lausum hala útivið þegar vel viðrar, fram að því að þær sem fara, hleypa heimdraganum.
Nýjar myndir síðast í ÞESSU albúmi.
Skrifað af svanur