08.03.2011 22:59
Týnd vorblíða, rúningur og meðfædd hæverska.
Vorblíðan sem ég lofaði svo mjög fyrir nokkrum bloggum síðan, hvarf á braut eins og við mátti búast á þessum árstíma.
Svona leit þetta út í dag ef horft var til vesturs.

Og það var líka kominn vetur á ný í hinni áttinni, hjá aðalbloggara þeirra Austurbakkamanna.

Doddi í Mýrdal kom svo í dag og bjargaði rúningsmálinu þetta vorið.

Yngsta féð var alrúið en skilið aðeins eftir á hinum fyrir stóra hretið í vor.

Vegna komandi kuldakasts var yngra féð sett í flatgryfjuna fram yfir helgi því það getur orðið ansi kalt í gömlu fjóshlöðunni sem er þeirra staður.
Dáð sem var í smá pásu frá hvolpunum og Tinni vinur hennar sáu um að halda fénu frá gjafagrindinni meðan bætt var í hana.
Af meðfæddri hæversku fer ég ekki nánar út í það.

Svo er það Geirhnjúkurinn að lokum.
Svarta skýið á fjallamyndunum er eitthvað heimtilbúið vandamál en ekki fyrirboði innrásar frá Mars.

Svona leit þetta út í dag ef horft var til vesturs.

Og það var líka kominn vetur á ný í hinni áttinni, hjá aðalbloggara þeirra Austurbakkamanna.

Doddi í Mýrdal kom svo í dag og bjargaði rúningsmálinu þetta vorið.

Yngsta féð var alrúið en skilið aðeins eftir á hinum fyrir stóra hretið í vor.

Vegna komandi kuldakasts var yngra féð sett í flatgryfjuna fram yfir helgi því það getur orðið ansi kalt í gömlu fjóshlöðunni sem er þeirra staður.
Dáð sem var í smá pásu frá hvolpunum og Tinni vinur hennar sáu um að halda fénu frá gjafagrindinni meðan bætt var í hana.
Af meðfæddri hæversku fer ég ekki nánar út í það.

Svo er það Geirhnjúkurinn að lokum.
Svarta skýið á fjallamyndunum er eitthvað heimtilbúið vandamál en ekki fyrirboði innrásar frá Mars.

Skrifað af svanur