04.03.2011 23:53
Einföld sál, mjólkurkvóti og hann Jón Bjarnason.
Ég er ákaflega einföld sál.
Einfaldar sálir eru oft góðar í að gera flókna hluti einfalda og ég er dálítið þannig.
Ef ég hef eitthvað á tilfinningunni nógu lengi fer ég að trúa því að þannig sé það bara.
Mjög lengi hef ég haft það á tilfinningunni að ákveðinn hluti stéttarbræðra minna í mjólkurframleiðslunni, sé dálítið áhugasamur um að halda uppi háu verði á mjólkurkvótanum.
Stundum hef ég látið þessa skoðun mína í ljósi og fengið bágt fyrir.
Ágætt dæmi um aðgerð til að hækka gangverðið á kvótanum var t.d það að lögfesta fyrningar á honum, en rökin fyrir því að fyrna niður kaup á framleiðslurétti/styrk á 5 árum eru vandfundin fyrir einfalda sál. Allavega held ég ekki að þeim sem börðu þetta í gegn hafi fundist trúlegt að keyptur framleiðsluréttur yrði verðlaus eða gengi úr sér á nokkrum árum eins og dótið okkar.
Þessi aðgerð varð til þess að eldri bændurnir létu skattkerfið borga niður kvótakaupin sín meðan ungu bændurnir festust í þrælabúðum bankanna vegna ofurverðs á kvótanum.
Annað gott dæmi og áhrifaríkt til að halda uppi fallandi kvótaverði var að færa kvótaáramótin frá mánaðarmótunum ág./ sept. til áramóta.
Rökin fyrir því að hafa kvótaáramót í mjólkinni um mánaðarmótin ág. sept. eru öllum mjólkurframleiðendum augljós. Þá er sársaukaminnst að vera með umframmjólk og oft hægt að gelda upp fyrir tímann kýr sem bera fyrripart vetrar o.sv. frv.
Í des. er hinsvegar mjólkurframleiðslan á fullu og hvorki hægt að slá af í gjöf né annarri meðferð.
Þetta var alveg ótrúleg aðgerð.
Af öllum mönnum var það svo hann Jón Bjarnason sem kom, sá, og gerði eitthvað af viti.
Hann kom á kvótamarkaði.
Hann slátraði fyrningarruglinu.
Hann hlustar ekki á þá félaga mína sem vilja gera hlut kvótaseljenda sem mestan.
Já, þrátt fyrir allt er honum Jóni Bjarnasyni ekki alls varnað.
Fyrir nokkrum vikum sat ég svona minifund með nokkrum þungavigtarmönnum í fyrirtæki í landbúnaðargeiranum og öðrum úr bankakerfinu.
Aðalgúrúinn í landbúnaðargeiranum var sannfærður um það, að innan tiltölulega skamms tíma yrði verðið á mjólkurkvótanum komið niður í 150 kr./l.
Megi spá hans rætast sem fyrst.
Einfaldar sálir eru oft góðar í að gera flókna hluti einfalda og ég er dálítið þannig.
Ef ég hef eitthvað á tilfinningunni nógu lengi fer ég að trúa því að þannig sé það bara.
Mjög lengi hef ég haft það á tilfinningunni að ákveðinn hluti stéttarbræðra minna í mjólkurframleiðslunni, sé dálítið áhugasamur um að halda uppi háu verði á mjólkurkvótanum.
Stundum hef ég látið þessa skoðun mína í ljósi og fengið bágt fyrir.
Ágætt dæmi um aðgerð til að hækka gangverðið á kvótanum var t.d það að lögfesta fyrningar á honum, en rökin fyrir því að fyrna niður kaup á framleiðslurétti/styrk á 5 árum eru vandfundin fyrir einfalda sál. Allavega held ég ekki að þeim sem börðu þetta í gegn hafi fundist trúlegt að keyptur framleiðsluréttur yrði verðlaus eða gengi úr sér á nokkrum árum eins og dótið okkar.
Þessi aðgerð varð til þess að eldri bændurnir létu skattkerfið borga niður kvótakaupin sín meðan ungu bændurnir festust í þrælabúðum bankanna vegna ofurverðs á kvótanum.
Annað gott dæmi og áhrifaríkt til að halda uppi fallandi kvótaverði var að færa kvótaáramótin frá mánaðarmótunum ág./ sept. til áramóta.
Rökin fyrir því að hafa kvótaáramót í mjólkinni um mánaðarmótin ág. sept. eru öllum mjólkurframleiðendum augljós. Þá er sársaukaminnst að vera með umframmjólk og oft hægt að gelda upp fyrir tímann kýr sem bera fyrripart vetrar o.sv. frv.
Í des. er hinsvegar mjólkurframleiðslan á fullu og hvorki hægt að slá af í gjöf né annarri meðferð.
Þetta var alveg ótrúleg aðgerð.
Af öllum mönnum var það svo hann Jón Bjarnason sem kom, sá, og gerði eitthvað af viti.
Hann kom á kvótamarkaði.
Hann slátraði fyrningarruglinu.
Hann hlustar ekki á þá félaga mína sem vilja gera hlut kvótaseljenda sem mestan.
Já, þrátt fyrir allt er honum Jóni Bjarnasyni ekki alls varnað.
Fyrir nokkrum vikum sat ég svona minifund með nokkrum þungavigtarmönnum í fyrirtæki í landbúnaðargeiranum og öðrum úr bankakerfinu.
Aðalgúrúinn í landbúnaðargeiranum var sannfærður um það, að innan tiltölulega skamms tíma yrði verðið á mjólkurkvótanum komið niður í 150 kr./l.
Megi spá hans rætast sem fyrst.

Skrifað af svanur