11.02.2011 09:09

Veðurguðir og húsahönnun.

Þó stundum blási aðeins um okkur Nesbúa unum við glaðir við okkar og höldum bara að svona eigi þetta að vera.

 Gamalreyndir og veðravanir gæta menn þess að byggingar snúi rétt með tilliti tll ríkjandi vindátta og ef einhver aðkomumaður  blautur á bakvið eyrun í veðurfari svæðisins, hannar hús með dyr upp í norðanáttina er hann óðara færður af villu síns vegar af sér veðurfarsreyndari mönnum.

 Hér er ekið inn rúllum í kýrnar á um 3 daga fresti. Það er afar sjaldgæft að veður sé til vandræða við þann gjörning þrátt fyrir  fjölbreytilegt tíðarfar og veðurhæðir.

Enda snúa dyrnar til suðurs.

 Í morgun stóð hinsvegar illa í bæli veðurguðanna og suðaustanáttin sem samkvæmt kerfinu á aldrei að ná sér á strik hér á bæ  lét mikinn.
 Reyndar hafði hún verið til  vandræða fyrir nokkrum dögum og er þetta enn ein staðfestingin á því að allt sé í heiminum hverfult.

 Það var semsagt algjör barningur að koma fóðrinu í kýrnar þennan morguninn og eldvígsla fyrir yngri bóndann sem var að mæta í sínar fyrstu mjaltir eftir liðbandakrassið í körfunni.

 Þó manni finnist nóg um þetta veður hér er það þó enn öflugra hjá vinum mínum á Austurbakkanum enda allt alvöru þar.

 Þar fara húsin af stað með tilheyrandi tjónum og slysförum og stundum heppni að ekki fer verr, því í þessum náttúrulegu hamförum verðum við mannfólkið svo ósköp lítil og vanmáttug.

Og til þess að sýna alvarleika málsins eru engar myndir í dag.emoticon

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere