09.12.2010 22:29

Fjárhúsúttekt að Hrísum í Flókadal.

Það er alveg sama hvað maður skoðar margar nýbyggingar, alltaf sér maður einhverjar nýjar útfærslur á tækni og vinnutilhögun.

 Eftir gott kaffispjall hjá Dísu og Dagbjarti þar sem rætt var um hross, hunda, kindur og síðast en ekki síst skáldskap ýmisskonar , var farið í fjárhússkoðun.


  Bassi litli frá Hæl er orðinn mjög áhugasamur,. Hann er undan Soo ( innfl) og Kost (innfl. foreldrar) frá Móskógum og ég spái honum miklum afrekum í lífinu.

 Þetta eru um 500 kinda hús, skipt niður í 32 kinda stíur, með 2 fóðurgöngum eftir endilöngu húsinu.



  Rúllunum er ekið fram með Sheffer liðlétting, 5 - 6 í einu á jötuna. Þegar bændunum finnst nóg étið er liðléttingurinn tekinn og moðinu ýtt beint út í sturtuvagn. Það er síðan nýtt í hross og uppgræðslu.



 Jötunum er skipt í sjálfstæðar einingar á milli gagnstæðra stía og færast saman eftir því sem ést. Einungis þarf að færa jötustokkana upp.



 Það er vel séð fyrir rekstrarþörfinni með gang  hringinn í kring um stíurnar ( með útveggjum) og einum í miðju hússins.


 Hér eru forystuær búsins. Mér leist vel á þá arnhöfðóttu sem var skynsamleg til augnanna. Hin var svona Austurbakkalegri.



 Og forystusauðurinn kemur sér vel þessa dagana þegar verið er að leita að ám til að sæða en hann er að sjálfsögðu vel ræktaður og teymist eins og hundur.



 Þessi myndarlega móbíldótta ær er ein sú afurðarhæsta á búinu.


 Það voru býsna mörg litaafbrigði sjáanleg þarna.



 Þessi botnótta var dálítið spes.



 Já það hefur víkkað ansi mikið sjónarhringurinn síðan ég byggði fjárhúsin og flatgryfjurnar árið 1977.

 Það er svo gaman að segja frá því að þegar þessi hús voru byggð kom byggingarflokkurinn frá Landstólpa fyrripart apríl mán.
 Þ. 18 maí voru síðan settar kindur inn í fullkláruð húsin.

Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705189
Samtals gestir: 60649
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 06:09:08
clockhere