21.10.2010 21:59
Allt á fullu í fjósinu.
Nú er mestu burðarhrinunni lokið í fjósinu en um 20 kýr hafa borið síðasta hálfa mánuðinn.
Einn kálfur fæðst dauður en kvíguhlutfallið bara gott. Branda gamla sem ekki verður haldið aftur, yngdi sig meira að segja hraustlega upp með 2 kvígum.
Það gengur á ýmsu í svona hrotu, verst hafa verið júgurbólgutilfellin í einum eða fleiri spenum í nokkrum. Ein fyrsta kálfskvígan var úrskurðuð með ónýtt júgur og önnur er varla húsum hæf vegna geðillsku. Ekkert doðatilvik og enginn súrdoði ( ennþá) er hinsvegar plúsinn.
Það er svo alltaf hundfúlt þegar hámjólka kýrnar detta út vegna þess að júgrin þola ekki afköstin.
Þau slitna niður og ef ekki er gefist upp á þeim vegna erfiðleika í mjöltum kemur eitthvað uppá og júgurbólgan klárar málið.
Sem betur fer er þetta víst óþekkt nema hér, svo allir aðrir eru mjög hamingjusamir með 35 l. + kýrnar sínar.
Já, og niðurskurðarhnífurinn + hrunafleiðingarnar er svo farið að bitna dálítið á okkur í mjólkurframleiðslunni.
Eins gott að við vorum búin var að finna upp 35 % lækkunina á framleiðsluverði mjólkur á næstu tíu árum.