27.09.2010 21:58

Smalahundsvígsla.landslagsmyndir og rollustúss.

 Þessi vika sem nú fer í hönd mun alfarið helguð blessaðri sauðkindinni.

 Það verður smalað á fjöllum 4 daga og fimmtudagurinn verður tekinn í ómskoðanir og líflambaval.
Eftir næstu helgi verða síðan þau lömb sem eiga að lágmarka tapið á sauðfjárhaldinu send í kaupstaðinn.
  Fyrsta smölun var framin í dag á austurhluta Núpudalsins eða fjalllendi Dalsmynnis.
Þeta er ósköp notaleg  afréttar eða heimalandsmölun og einungis fóru 3 í fjall en það er nú í boði góðra hunda.


                  Séð inn Núpudalinn en það var nú alls ekki svona kuldalegt í dag.
     Það er alltaf ákveðinn spenningur þegar farið er með fjárhund í fyrstu  leitina hans.
     Frumtamningunni lokið og gott betur, góð frammistaða í keppni að baki o.sv.frv.
Það er samt ekkert próf á við það að fara með unghundinn einan í erfiða smölun að sjá hvernig hann stendur sig.


 Dáð komin í fyrsta áningarstaðinn og búin að læra hvernig á að fylgja hestum í smalamennsku .
 
 Nú er ég óvanalega illa hundaður og 2 ára tíkin mín hún Dáð átti að þreyta frumraunina.
Þar sem ég treyst mjög mikið á hunda í leitum er allaf blendin tilfinning að hafa einungis óslípaðan hund í leit, því stór hluti af snilld góðs smalahunds fæst ekki fyrr en eftir þjálfun í alvöruvinnu. 


  Hér náði hún að stoppa þessar tvær af áður en þær stungu sér niður í Hvítuhlíðargilið og rétt eftir að þessi mynd small af hjóluðu rollurnar báðar í hana.


 Hún var snögg að afgreiða þær  og hér slakar hún aðeins á fyrir næstu rimmu.
Það sem vantaði í tamninguna á henni í dag, var  að geta sent hana langt frá mér án þess að hún sæi kindurnar. og síðan var reynsluleysið mjög bagalegt þegar hún var komin með kindur í návígi við læk eða á og heyrði ekki til mín. Það eru svo ýmsir smávægilegir ræktunargallar sem þarf að lagfæra en ekki verða ræddir hér af tillitsemi við rækendurna.

Hvítuhlíðarkollurinn er örnefnið sem allt miðast við í skipulagningu leitarinnar.


Hér er yngri bóndinn mættur á Kollinn efir að hafa skilað af sér efsta manni inn í Tungurnar.



Hér blasir Þórarinsdalurinn við vestan Núpár ásamt samnefndu gili  og múla til vinstri. Núpuskarðið þar uppaf.



 Þetta svæði verður smalað á morgunn en  hér til hægri er svæði sem nefnist Eyjalágar og var löngum smalað fótgangandi þar til ég fór að stjórna málum þar. Þar verður smalað á hestum á morgun.



 Þetta er hluti þess fjár sem kom úr Tungunum og bakhlið Dalsmynnisfellsins í hinum enda myndarinnar. Núpudalurinn til hægri.

´Hann er að sjálfsögðu sá allra flottasti og haustlitirnir  voru ekki að skemma augnakonfektið.

Þessi vika verður fljót að líða.emoticon

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere