17.09.2010 22:48

Leitir og réttir framundan.

Nú fer allt að gerast í rollustússinu en hér í Eyjarhreppnum verður leitað á morgun og réttað í Þverárrétt á sunnudaginn.

 Og það gengur stundum mikið á í réttunum.

Og blogggestirnir mínir eru komnir í smalastuð því það eru margar heimsóknir í smalaalbúmin frá fyrri árum.

 Það er Rauðamelsfjallið og Svínafellið sem verða smöluð á morgun en það er nú fyrst og fremst vinir mínir á Austurbakkanum sem eiga það fé sem þar er.

 Félagi Arnar er greinilega búinn að taka á því í leitinni , annað ístaðið týnt og kominn með farþega.

 Hér er verið að koma niður í fyrra en nú lítur út fyrir toppveður í bæði leit og rétt.

Ég sem hef verið einn af föstum punktum tilverunnar á öðruhvoru þessara leitarsvæða eins lengi og elstu menn muna verð samt fjarstaddur á morgun.

 Og það er óvanalega mikill spenningur í loftinu því nú fer ég á alveg glænýtt leitarsvæði upp í Norðurárdal.
 Í gamla daga meðan á aðalvillimennskunni stóð, var ég í því að safna nýjum leitarsvæðum en það er nú eiginlega aflagt.

En það er nú enn toppurinn að komast á ferskt svæði.

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere