13.09.2010 22:52
Skógræktin í sveitinni.
Vegna þess hve lítið er að gera í sveitinni reyna menn að finna sér eitthvað til dundurs.
Mín heittelskaða er því orðinn forfallinn skógræktandi en það er einn af örfáum leyndum göllum sem ég hef uppgötvað gegnum tíðina.
Reyndar er allt í fínu lagi með skógræktina þar til trén fara að skyggja á fjallasýnina eða annað útsýni.

Hér eru 3000 plöntur af sitkagreni tilbúnar í að fara að berjast fyrir lífi sínu í Snæfellsku tíðarfari.
Vegna stöðugra þurrkasumra er gróðursett á haustin.

Þetta hér er nú að vísu verk Margrétar í Dalsmynni og sýnir ákaflega vel hvað hægt er að gera í veðursældinni og ofurjarðveginum á Nesinu. Og Lúpínan klikkar náttúrulega ekki eða þannig.

Já,já, þetta er allt að koma en nokkur ár í að þessar skyggi á fjöllin.

Það eru 25 ha, settir í þetta skógræktarverkefni sem er unnið með Vesturlandskógum og bendir margt til þess að nokkur gullfalleg holt og melar verði skóglendinu að bráð.
Til þess þarf samt að koma á þau gróðurþekju og á morgun verður bóndinn settur í að dreifa úr úrgangsheyrúllum.
Það má svo deila um hvort það gerir hann meðvirkan eða meðsekan.
Mín heittelskaða er því orðinn forfallinn skógræktandi en það er einn af örfáum leyndum göllum sem ég hef uppgötvað gegnum tíðina.
Reyndar er allt í fínu lagi með skógræktina þar til trén fara að skyggja á fjallasýnina eða annað útsýni.

Hér eru 3000 plöntur af sitkagreni tilbúnar í að fara að berjast fyrir lífi sínu í Snæfellsku tíðarfari.
Vegna stöðugra þurrkasumra er gróðursett á haustin.

Þetta hér er nú að vísu verk Margrétar í Dalsmynni og sýnir ákaflega vel hvað hægt er að gera í veðursældinni og ofurjarðveginum á Nesinu. Og Lúpínan klikkar náttúrulega ekki eða þannig.

Já,já, þetta er allt að koma en nokkur ár í að þessar skyggi á fjöllin.

Það eru 25 ha, settir í þetta skógræktarverkefni sem er unnið með Vesturlandskógum og bendir margt til þess að nokkur gullfalleg holt og melar verði skóglendinu að bráð.
Til þess þarf samt að koma á þau gróðurþekju og á morgun verður bóndinn settur í að dreifa úr úrgangsheyrúllum.
Það má svo deila um hvort það gerir hann meðvirkan eða meðsekan.

Skrifað af svanur