23.05.2010 21:53
Hvanneyri. 40 ára útskriftarafmæli.
Já, það eru liðin 40 ár síðan við kvöddumst á Hvanneyri nýútskrifaðir búfræðingar og héldum glaðbeittir út í lífið.
Ég var þarna í síðasta hópnum sem hafði tekið tvo vetur í námið og var fyrri veturinn þá ígildi landsprófs sem var einn námsáfanginn þá.
Við vorum 17 sem vorum í þessum hóp , 3 eru fallnir frá langt fyrir aldur fram.
Það var semsagt blásið til hittings, komið saman á hótel Hamri um hádegi á laugardaginn og tekin rúta uppá Hvanneyri til að rifja upp gömul bellibrögð.
Síðan var borðað á Hamri um kvöldið.

Það var hann Óli Sig. sem átti heiðurinn að þessu en hann býr í Borgarnesi.

Guðmundur Hallgríms. leiddi okkur um Hvanneyri og sagði okkur margar söguna. Hann gætir þess vel að láta sögurnar ekki gjalda sannleikans hvort sem hann er með helgistund í kirkjunni eins hér, eða utan hennar.
Sumir okkar höfðu nú ekki sést þessi ár og því verður nú ekki neitað útlitið hafði breyst dálítið.
Það kom hinsvegar í ljós eftir því sem leið á kvöldið, að þetta voru allt sömu vitleysingarnir og í gömlu góðu dagana á Hve.

Óli og Svenni (nær) sáu um skipulagninguna og það að hóa okkur saman. Maggi í Kjarnholtum í þungum þönkum á eftir þeim að rifja upp einhver hrekkjabrögðin.

Maggi í Kjarnholtum, Jökull Vald og Solfrid. (búa í Noregi) og Bensi á Bergstöðum fyrir aftan.

Ása Bergsstöðum. Bergrós og Svenni Sveins ( búa í Mosó). Johnny Símonar og frú, Selfossi.

Sigurjón frá Torfum (Dalvík) og Óli Eggerts á Skarði voru alveg sömu æringjarnir og í gamla daga.

Þráinn og frú í Miklholti og Óli og frú í Borgarn.

Siggi og Bára í Lyngbrekku mættu að sjálfsögðu.
Þetta var þrælskemmtilegt en þeir voru þrír félagarnir sem komust ekki í þetta sinn, en nú er stefnt að því að endurtaka leikinn eftir 5 ár.
Sem sagt aðeins farnir að láta á sjá, en sömu grallararnir enn, og það rifjaðist upp mörg sagan þarna um kvöldið og við skoðunina á Hvanneyri um daginn.
Ég var þarna í síðasta hópnum sem hafði tekið tvo vetur í námið og var fyrri veturinn þá ígildi landsprófs sem var einn námsáfanginn þá.
Við vorum 17 sem vorum í þessum hóp , 3 eru fallnir frá langt fyrir aldur fram.
Það var semsagt blásið til hittings, komið saman á hótel Hamri um hádegi á laugardaginn og tekin rúta uppá Hvanneyri til að rifja upp gömul bellibrögð.
Síðan var borðað á Hamri um kvöldið.

Það var hann Óli Sig. sem átti heiðurinn að þessu en hann býr í Borgarnesi.

Guðmundur Hallgríms. leiddi okkur um Hvanneyri og sagði okkur margar söguna. Hann gætir þess vel að láta sögurnar ekki gjalda sannleikans hvort sem hann er með helgistund í kirkjunni eins hér, eða utan hennar.
Sumir okkar höfðu nú ekki sést þessi ár og því verður nú ekki neitað útlitið hafði breyst dálítið.
Það kom hinsvegar í ljós eftir því sem leið á kvöldið, að þetta voru allt sömu vitleysingarnir og í gömlu góðu dagana á Hve.

Óli og Svenni (nær) sáu um skipulagninguna og það að hóa okkur saman. Maggi í Kjarnholtum í þungum þönkum á eftir þeim að rifja upp einhver hrekkjabrögðin.

Maggi í Kjarnholtum, Jökull Vald og Solfrid. (búa í Noregi) og Bensi á Bergstöðum fyrir aftan.

Ása Bergsstöðum. Bergrós og Svenni Sveins ( búa í Mosó). Johnny Símonar og frú, Selfossi.

Sigurjón frá Torfum (Dalvík) og Óli Eggerts á Skarði voru alveg sömu æringjarnir og í gamla daga.

Þráinn og frú í Miklholti og Óli og frú í Borgarn.

Siggi og Bára í Lyngbrekku mættu að sjálfsögðu.
Þetta var þrælskemmtilegt en þeir voru þrír félagarnir sem komust ekki í þetta sinn, en nú er stefnt að því að endurtaka leikinn eftir 5 ár.
Sem sagt aðeins farnir að láta á sjá, en sömu grallararnir enn, og það rifjaðist upp mörg sagan þarna um kvöldið og við skoðunina á Hvanneyri um daginn.
Skrifað af svanur