25.03.2010 23:02
Kýrnar í fótsnyrtingu.
Í fyrsta skipti sem Guðmundur Hallgríms. birtist með klaufskurðarbásinn í fjósinu gekk mikið á.
Þá höfðu varla verið snyrtir kúafætur í Dalsmynni frá upphafi landnáms og talsverð þörf á að taka til hendinni eða fræsaranum.

Þetta var því klaufskurður í orðsins fyllstu merkingu og næstu dagana á eftir hét ég mér og kúnum því, að Guðmundi yrði ekki sleppt inn í fjósið aftur, allavega ekki með snyrtibásinn meðferðis.

Guðmundur var hinsvegar ekki í vandræðum með að tala okkur til og nú þegar hann hefur komið árlega í nokkur ár er þetta ekki klaufskurður lengur, heldur svona fótasnyrting.
Hann var hér á ferðinni í gær og nú gekk þetta hratt og vel fyrir sig, um 16 kýr á klst.

Eins og allir vita er snyrtimeistarinn mjög sérstakt fyrirbrigði af homo sapiens sem lýsir sér með margvíslegum hætti.
Til dæmis er hann eitt örfárra eintaka karlmanna sem eiga mjög auðvelt með að tala og vinna samtímis. Vegna hávaða í fræsara og básnum nýtist honum þessi ágæti hæfileiki illa við klaufsnyrtinguna og missti Atli Sveinn því af margri góðri sögunni í gær.

Þrátt fyrir nokkra reynslu af skelfingum bássins ganga kýrnar ótrúlega vel inn í hann og þó það sé liðin tíð að blóðslóðir sjáist, voru samt nokkrar með slæma strengi í dag, enda fengu þær ekki að stinga sér í heita pottinn í gærkvöldi eins og sá aldraði.
Svona dagur er líka veruleg röskun á hefðbundnum rólegheitum í lausagöngunni og hún var því með minna móti mjólkin sem streymdi í tankinn í gærkvöldi.
Það er svo það sama með klaufsnyrtinguna og rúninginn, og reyndar fjölmargt annað í búskapnum.
Alltaf jafn gott þegar að það er að baki.
Þá höfðu varla verið snyrtir kúafætur í Dalsmynni frá upphafi landnáms og talsverð þörf á að taka til hendinni eða fræsaranum.

Þetta var því klaufskurður í orðsins fyllstu merkingu og næstu dagana á eftir hét ég mér og kúnum því, að Guðmundi yrði ekki sleppt inn í fjósið aftur, allavega ekki með snyrtibásinn meðferðis.

Guðmundur var hinsvegar ekki í vandræðum með að tala okkur til og nú þegar hann hefur komið árlega í nokkur ár er þetta ekki klaufskurður lengur, heldur svona fótasnyrting.
Hann var hér á ferðinni í gær og nú gekk þetta hratt og vel fyrir sig, um 16 kýr á klst.

Eins og allir vita er snyrtimeistarinn mjög sérstakt fyrirbrigði af homo sapiens sem lýsir sér með margvíslegum hætti.
Til dæmis er hann eitt örfárra eintaka karlmanna sem eiga mjög auðvelt með að tala og vinna samtímis. Vegna hávaða í fræsara og básnum nýtist honum þessi ágæti hæfileiki illa við klaufsnyrtinguna og missti Atli Sveinn því af margri góðri sögunni í gær.

Þrátt fyrir nokkra reynslu af skelfingum bássins ganga kýrnar ótrúlega vel inn í hann og þó það sé liðin tíð að blóðslóðir sjáist, voru samt nokkrar með slæma strengi í dag, enda fengu þær ekki að stinga sér í heita pottinn í gærkvöldi eins og sá aldraði.
Svona dagur er líka veruleg röskun á hefðbundnum rólegheitum í lausagöngunni og hún var því með minna móti mjólkin sem streymdi í tankinn í gærkvöldi.
Það er svo það sama með klaufsnyrtinguna og rúninginn, og reyndar fjölmargt annað í búskapnum.
Alltaf jafn gott þegar að það er að baki.

Skrifað af svanur