19.03.2010 23:41
Hámarka hagnað,lágmarka tap? Eða gefa skít í allt saman.
Ég held að það sé næstum liðin tíð að bændurnir hringi í sölumann áburðar, í kaupfélaginu sínu og segist ætla að fá sama áburð og í fyrra.
Fyrir því eru fyrst og fremst tvær ástæður.
Önnur er sú, að mér vitanlega eru ekki nema 2 kaupfélög eftir í landinu.
Reyndar ekki nema 1 alvöru, sem á bændurnar ( og þeir"eiga " það náttúrulega) sem eru í svona reikning sem ýmist er í + eða - á áramótum eftir því hvort það er 2007 eða 2010.
Hitt er KBéið mitt sem er að vísu vaxandi, og ég er meira að segja farinn að versla þar á fullu aftur, vegna þess að mér líkar vel við starfsfólkið sem lætur sig ekki hverfa bak við næsta rekka ef ég birtist. Það er samt ekki alvöru eins og í gamla daga og liðin tíð að menn fái sér ekki falskar tennur af því að kaupfélagið er ekki með þær.
En þegar meira að segja Jón í Kolviðarnesi er hættur að kaupa áburðinn þar, þá og bregðast krosstré sem ..... ...

Jón er nú ekkert í áburðarkaupshugleiðingum þarna, enda að stjórna leitum á Rauðamelsheiðinni.
Hin ástæðan er sú að áburðurinn er orðinn alveg óhugnanlega dýr og menn leggja sig virkilega í líma við að ná notkuninni á honum niður eins og þorandi er.
Þessa vikuna hef ég legið yfir áburðaráætluninni og Siggi Jarls. var orðinn virkilega þreyttur á mér áður en lauk.
Það er erfitt að meta með einhverri vissu hvernig skíturinn nýtist og ekki minnkar óvissan við það að verulegur hluti hans er enn í húsi og engin leið að spá því hvort hann kemst á túnin/akrana á réttum tíma.

Það er alltaf lotterí að koma skítnum út , helst áður en klaki fer úr en án þess að fá stórrigninguna á hann á frosinni jörð.
Aðalpælingarnar liggja í því hvað skíturinn eða búfjáráburðurinn á að vigta þungt í dæminu og nú er eðli málsins samkvæmt gerð bjartsýnisáætlun með toppnýtingu á búfjáráburði.
Og hann er látinn vikta verulega miklu meira í áætlun búsins nú en fyrir bara svona 2 árum.
Að þessu sinni er til viðbótar gert ráð fyrir því að nota búfjáráburð í byggakrana að töluverðu leyti.

Hvernig sem fer með uppskeruna í haust verður þetta síðasti akurinn í Dalsmynni með Olsok yrki því bændurnir hafa ákveðið að nota það ekki framar.
Þetta eykur lotteríið í byggræktinni verulega og er dagamunur á því hjá bóndanum hvort hann talar um að þetta muni hámarka gróðann eða hvort hann ætlar að lágmarka tapið með þessu.
Í seinna tilvikinu er þungt yfir honum, og líklegt að hann hafi farið öfugu megin framúr.
En við Siggi J. erum semsagt búnir að lenda málinu, og fyrsta áburðartilboðið barst mér í dag og tvö eru síðan væntanleg eftir helgina.
Fyrst þá verður svo tekin ákvörðun um hvað mikið verður lagt undir í byggræktinni þetta árið.
Þá er spurning hvoru megin farið verður framúr?
Fyrir því eru fyrst og fremst tvær ástæður.
Önnur er sú, að mér vitanlega eru ekki nema 2 kaupfélög eftir í landinu.
Reyndar ekki nema 1 alvöru, sem á bændurnar ( og þeir"eiga " það náttúrulega) sem eru í svona reikning sem ýmist er í + eða - á áramótum eftir því hvort það er 2007 eða 2010.
Hitt er KBéið mitt sem er að vísu vaxandi, og ég er meira að segja farinn að versla þar á fullu aftur, vegna þess að mér líkar vel við starfsfólkið sem lætur sig ekki hverfa bak við næsta rekka ef ég birtist. Það er samt ekki alvöru eins og í gamla daga og liðin tíð að menn fái sér ekki falskar tennur af því að kaupfélagið er ekki með þær.
En þegar meira að segja Jón í Kolviðarnesi er hættur að kaupa áburðinn þar, þá og bregðast krosstré sem ..... ...

Jón er nú ekkert í áburðarkaupshugleiðingum þarna, enda að stjórna leitum á Rauðamelsheiðinni.
Hin ástæðan er sú að áburðurinn er orðinn alveg óhugnanlega dýr og menn leggja sig virkilega í líma við að ná notkuninni á honum niður eins og þorandi er.
Þessa vikuna hef ég legið yfir áburðaráætluninni og Siggi Jarls. var orðinn virkilega þreyttur á mér áður en lauk.
Það er erfitt að meta með einhverri vissu hvernig skíturinn nýtist og ekki minnkar óvissan við það að verulegur hluti hans er enn í húsi og engin leið að spá því hvort hann kemst á túnin/akrana á réttum tíma.

Það er alltaf lotterí að koma skítnum út , helst áður en klaki fer úr en án þess að fá stórrigninguna á hann á frosinni jörð.
Aðalpælingarnar liggja í því hvað skíturinn eða búfjáráburðurinn á að vigta þungt í dæminu og nú er eðli málsins samkvæmt gerð bjartsýnisáætlun með toppnýtingu á búfjáráburði.
Og hann er látinn vikta verulega miklu meira í áætlun búsins nú en fyrir bara svona 2 árum.
Að þessu sinni er til viðbótar gert ráð fyrir því að nota búfjáráburð í byggakrana að töluverðu leyti.

Hvernig sem fer með uppskeruna í haust verður þetta síðasti akurinn í Dalsmynni með Olsok yrki því bændurnir hafa ákveðið að nota það ekki framar.
Þetta eykur lotteríið í byggræktinni verulega og er dagamunur á því hjá bóndanum hvort hann talar um að þetta muni hámarka gróðann eða hvort hann ætlar að lágmarka tapið með þessu.
Í seinna tilvikinu er þungt yfir honum, og líklegt að hann hafi farið öfugu megin framúr.
En við Siggi J. erum semsagt búnir að lenda málinu, og fyrsta áburðartilboðið barst mér í dag og tvö eru síðan væntanleg eftir helgina.
Fyrst þá verður svo tekin ákvörðun um hvað mikið verður lagt undir í byggræktinni þetta árið.
Þá er spurning hvoru megin farið verður framúr?

Skrifað af svanur